Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 61

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 61
andi til hennar, áður en hún stóð upp. „Ertu nokkuð óstyrk?“ Anna reyndi að brosa. „Ekkert að ráði“, svaraði hún. í sama bili var klappað kurt- eislega fyrir mamni, sem hafði verið að segja skopsögur. Anna stóð upp og gekk hægt upp á sviðið. Hún varð taugaóstyrkari en áð- ur, þegar hún settist við píanóið og spilaði fyrstu nóturnar í lag- inu, sem hún ætlaði að syngja. Henni fannst hún ekki geta hald- ið áfram. Fyrir framan hana runnu andlit þeirra, sem biðu eftir fyrstu tónunum hennar, saman í eina heild. Hún mátti ekki gugna núna. Svo fór hún að syngja. Hvert orð ljóðsins túlkaði hún ósjálf- rátt og aðdáanlega. Allra augu mændu á hið töfrandi andlit stúlkunnar við píanóið, er hún söng lítið og einfalt ástarljóð, eins og hiarta hennar — engu síður en hjarta stúlkunnar sem hún söng um — væri að bresta. Þegar síðustu tónar hennar þögnuðu ætlaði allt um koll að kevra af fagnaðarlátum áheyr- endanna. Anna söng lagið aftur og enn aftur .... Hrifning álieyrendanna var svo mikil, að hún leit spurning- araugum til stjórnandans, þegar lófatakinu linti ekki. „Syngið þér annað lag fyrir þau“, sagði hann, og enn bárust söngtónar hennar út til hlust- andi mannþyrpingarinnar. Loks fékk hún að fara, og rjóð í kinnum og hálffeimin settist hún við borðið hjá Mat- ildu. Gamla konan brosti hýrt til hennar. „Þú varst alveg dásamleg, bamið mitt“, sagði hún. „Það var ekki aðeins röddin eða lög- in, sem hrifu mann. Líka allt fas þitt og túlkunin þó sérstaklega. Það var engu líkara en að þú lifðir þig inn í sönginn". „Nákvæmlega það sama sem ég vildi sagt hafa“, var sagt við hlið Önnu. Hún leit snöggt við. Hjá henni stóð stór og fyrir- mannlegur maður, með hár, sem var aðeins farið að grána í vöngunum. Þær höfðu séð hann nokkmm sinnum síðan þær komu á skipsfjöl, og Anna hafði ein- mitt leikið forvitni á að vita, hver hann væri. Hann brosti. „Eg vona að þér afsakið þessa framhleypni, frú mín“, sagði hann, og hneigði sig fyrir Matildu og rétti henni nafn- spjaldið sitt. „Eg heiti Jarvis — Gerald Jarvis — og ég stæði í mikilli þakkarskuld við yður, ef ég mætti óska hinni töfrandi dóttur yðar til hamingju með sönghæfileika sína“. „Hún er ekki dóttTr mín, held- ur gift frænda mínum“, sagði Matilda og leit óhýrt til hans. Svo leit hún á nafnspjaldið. HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.