Heimilisritið - 01.03.1945, Side 63
Skáldsaga Hemingsways „To
Have And Have Not“ hefur nú
verið kvikmynduð. Aðalhlutverk-
in fara þau með, Humphrey
Bogart og ný leikkona, sem
leikur fyrsta kvikmyndahlutverk
sitt í þessari mynd. Heitir hún
Lauren Bacall og var áður fyrir-
mynd (model). Ber öllum sam-
an um að hún sé efni í mjög
vinsæla filmdís. Hún er tvítug
að aldri og vel menntuð. í
sjón er hún ekki mjög ólík
Veronika Lake.
INGRID BERGMAN er nú ein
vinsælasta kvikmyndaleikkona
heimsins. Eins og kunnugt er, er
hún sænsk og gat sér mikla
frægð í sænskum kvikmyndum.
Kunnur kvikmyndastjóri, David
O. Selznick, bauð henni til
Amerísku og fyrsta hlutverkið,
sem hann fékk henni, var í
myndinni „Escape to Happiness“
og lék hún þar á móti Leslie
Howard. Af öðrum stórum kvik-
myndum, sem hún hefur leikið í,
má nefna „For Whom the Bell
Tolls“, „Dr. Jeckyll og Mr. Hyde“
og „Casablanca“. Nýlega hefur
hún lokið við að leika aðalhlut-
verkið í kvikmyndunum „Sara-
toga Trunk“, á móti Gary Coop-
er, og „Gasligth" á móti Charles
Boyer. Venjulega hefur Selznick
stjórnað töku þeirra. mynda sem
hún hefur leikið í, og nú síðast
hefur hann byrjað töku á kvik-
mynd af ævi Söru Bernhard með
Ingrid í aðalhlutverkinu.
Hugsum okkur: Ef Hedy Lam-
arr væri eins upplífgandi og Betty
Hutton og eins fljót í hugsun og
Rosalind Russell. Já, hvílíkt! —
Ef Greta Garbo hefði komið alúð-
legar fram en hún hefur gert,
væri gaman að vita hvort hennar
væri jafnlítið getið og raun er á
nú. — Ef Rita Hayworth hefði
látið verða af því að giftast Vict-
or Mature væri fróðlegt að vita,
hvort hún væri jafn hamingjusöm
og hún er í hjónabandinu með
snillingnum Orson Welles. — Ef
Clara Bow hefði verið undir hand-
leiðslu einhverrar skynsamrar og
blíðlyndrar sálar á fyrri árum
sínum í Hollywood, myndi hún
þá vera sá skuggi af sjálfri sér
sem hún er nú orðin.
Hafið þið frétt. . að Jolin
Hodiak viðurkennir að hann sé
bálskotinn í Anne Baxter, en
Anne fullyrðir að hún muni
aldrei giftast leikara?.. að
Jndy Garland þekkir enga nótu,
og spilar allt og syngur eftn'
eyranu ?. . að Robert Montgom-
ery hefur verið giftur í sextán
ár ?. . að Charles Boyer er ný-
lega orðinn bandarískur ríkis-
borgari ?.. að Kay Kyser er ny-
lega giftur Georgia Carroll?
að Esther Williams og Dr.
Leonard Knovner eru skilin ?..
HEIMILISRITIÐ
61