Heimilisritið - 01.03.1945, Page 64
LOKAÐA KEÐJAN
Maður þarf á að halda keðju,
sem myndar lokaðan hring og
er þrjátíu hlekkir á lengd. Hann
getur fengið hana keypta fyrir
kr. 17.50, en á hinsvegar sex
óslitna keðjubúta, sem hver fyr-
ir sig er fimm hlekkir á lengd.
Nú kostar það hann krónu
að opna hvern hlekk, en 2 kr. að
loka honum aftur. Spurningin
er sú, hvort það borgar sig
betur fyrir hann að kaupa
nýja keðju eða láta smíða sér
lokaða keðju úr þútunum sem
hann á.
ELDSPÝTNAÞRAUT
Raðió 3 eldspýtum samhliða á
borð. Biðjið einhvern um að
breyta afstöðu miðspýtunnar til
hinna, án þess að snerta hana.
GÁTUR
1. Eg á hvorki systur né bræð-
ur, en faðir þessa manns er son-
ur föður míns. Hvernig gat það
verið ?
2. A á stegg. Ef steggurinn
verpti á lóðinni hjá B, hvor ætti
þá eggið ?
3. Hálfdán fékk 1255 krónur
hjá Hallgrími fyrir hest, sem svo
var seldur fyrir 1920 krónur.
Hvað hagnaðist hann á verzl-
uninni ?
4. Sjö menn komu sér saman
um að borða kvöldverð saman
við sama borð á hverjum degi,
þannig að þeir sætu alltaf í mis-
munandi sætaröð. Hvað þurftu
þeir að borða marga kvöldverði?
REYNDU
Teiknaðu ferhyrning með hægri
hendi og hring með vinstri hendi
um leið.
RÉTTRITUN
Nokkur íslenzk orð skrifuð á
tvo vegu. Segið til um hvort er
réttara.
Aðhlæginn — Aðhlæinn
Afbrýðissamur — Afbrýði-
samur
Afleytur — Afleitur
Afþreying — Afþreyjing
Allavega — Alla vega
Allténd — Alltént
Altígjaður — Altygjaður
Andyri — Anddyri
Annars staðar — annarsstað-
ar
Annsamur — Anna samur
Andsa — Anza
Athlægi — Athlæi
Auðkífingur — Auðkýfingur
Auðsveyfni — Auðsveipni
Svör á bls. 64
62
HEIMILISRITIÐ