Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 4
FREDDY WARREN var að
hjálpa Toni út úr leigubílnum.
Allt í einu leiftraði magnesíum-
ljós, og heyrðist smella í mynda-
vél. Forvitin augu störðu á-
fergjulega, er þau fóru yfir
gangstéttina og gengu inn. Er
þangað kom, var Toni stöðvuð
af ungri stúlku, velklæddri.
— Afsakið, frú Seymour,
sagði hún, — en hvenær ætlið
þið Warren að opinbera trúlofun
ykkar?
Toni leit á hana annars hugar
og gekk til lyftunnar, án þess
að svara.
— Þetta er nú ekki rétta að-
ferðin við að umgangast blaða-
menn, yndið mitt, sagði Freddy.
— Og hvenær ætlar þú að opin-
bera trúlofun þína með Warren?
— Ef til vill kem ég þér á ó-
vart einhvern daginn, svaraði
hún.
— Þú kemur mér á óvart
hvern einasta dag, sagði hann.
Það lá við að Toni færi að
kjökra. Henni leiddist þetta
hversdagslega, tilbreytingar-
lausa líf. Fyrir fimm árum lifði
hún hamingjusömu lífi í nokkra
mánuði, eitt missiri á sinni tutt-
ugu og fjögra ára ævi.
Þegar þau komu út úr lyft-
unni var frú Carter, sem sent
hafði eftir Toni, þar fyrir og á-
varpaði hana:
— Velkomin, vinkona góð! Æ,
2
HEIMILISRITIÐ