Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 5

Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 5
Toni, er þér mjög á móti skapi að láta mynda þig? Við þurfum góða auglýsingu og fallegt and- lit.... Hún sleppti hönd Tonis. — Mikið varstu góð að koma! . Toni, má ég kynna þig fyrir Pendleton. — Góðan daginn, muldraði Toni, en varð þó að líta á hann aftur. Hann var hár og grann- ur, rauðhærður, og drættirnir um munninn báru vott um bráð- lyndi. — Viljið þér gjöra svo vel, og standa upp við þetta fortjald, sagði ljósmyndarinn við hana. Lítið þér til herra.... — Pendletons, bætti Toni við, ósjálfrátt. Toni leit upp og brosti. Pendleton leit niður og brosti, og ljósmyndarinn smellti af. — Afsakið frú Seymour, en hvenær ætlið þér og þessi rauð- hærði herra að opinbera trúlof- unina? spurði Freddy og greip í handlegg Tonis. — Við skulum koma og fá okkur einhverja hressingu. Pendleton hneigði sig, en Toni geðjaðist ekki að, hvernig hann fór að því. Henni féll líka illa bros hans, og sneri sér reiðilega undan. — Hvað er það, sem þér mis- líkar svona? spurði Feddy. — Hann hélt að hún væri reið, en þá hefði hann átt að sjá hana morguninn eftir, þegar hún sá myndina í blaðinu. Myndin var ágæt af henni sjálfri, hefði ekki verið betri af þeim, sem þaul- æfðir eru að sitja fyrir í ljós- myndastofu. Hún brosti blítt og yndislega til Pendletons. En hann! Hann virtist líta til henn- ar með glettni í augum, og bros- ið var nánast kuldaglott. Toni fleygði blaðinu á gólfið, um leið og barið var á dyr svefn- herbergisins. Það var Joanna, sem kom og stökk upp í rúmið til hennar. Toni virti dóttur sína fyrir sér. Hún líktist henni mjög. Sömu bogadregnu augna- brúnirnar, löngu augnahárin og brosmildi munnurinn. Hvers vegna gat hún ekki líkst Joe, hugsaði Toni, sjálfsagt í þúsund- asta sinn. Barnfóstran gægðist inn. — Við skulum ganga út Joanna, sagði hún. — Þú þarft að fá ferskt loft. Joanna þrýsti votum kossi á kinn móður sinnar, og hljóp út. Toni tók blaðið upp aftur, og virti fyrir sér andlit hins ókunna manns. Hún vissi að vísu, hvað hann hét, en hafði aldrei séð hann fyr. Freddy Warren hafði heldur ekki þekkt hann. Síminn hringdi, og hún tók á- haldið kæruleysislega. Það var sjálfsagt Freddy Warren, og það væri einfaldast að segja: HEIMILISRITIÐ 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.