Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 12

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 12
samt, sagði hann, vandræðaleg- ur á svip. Toni leit upp til hans og hló. — Eg er hér um bil alveg ánægð. Það er aðeins um smáatriði að ræða, sagði hún og hélt áfram að hlæja. — Viljið þér borða kvöldverð með mér? spurði Pendleton ör- væntingarfullur. — Já, þökk fyrir, það er ágæt hugmynd, sagði hún. — Húsa- meistarar ættu að þekkja þá, sem þeir teikna hús fyrir. Hún var orðin alvarleg í bragði, en ljóma brá fyrir í augum henn- ar. — Það er kaffihús hérna í götunni skammt frá, eigum við að fara þangað? Það var varla kominn kvöld- verðartími, svo að borðin voru auð. — Köflóttir dúkar minna mig alltaf á Joe, sagði Toni. Þeir eru ímynd þess, sem ég fékk notið skamma stund. — Segið mér frá honum, bað Scott og hún varð við bón hans. — Ég skil yður,~sagði hann svo. — Clara dó fyrir tveimur árum. Hún var búin að vera veik á þriðja ár. Jafnvel börn- in hörmuðu ekki andlit hennar, hún hafði liðið alltof mikið til þess. Ég hef verið napur og lát- ið það bitna á yður, en þér eruð öðruvísi en ég hélt. Toni hló. Þau staðnæmdust í útidyrun- um, og litu hvort á annað, er hann hafði fylgt henni heim. — Dyravörðurinn horfði á stjörn- urnar og lyftudrengurinn stóð hreyfingarlaus við lyftuna. — Hvernig getur manneskja, sem býr svona, fengið kvöld- koss? spurði Scott. Toni brosti. — Það var af því, að við fórum gangandi. Hefð- um við fengið okkur leigubíl, þá . . . . — Getið þér útvegað mér leigubíl? spurði Scott dyra- vörðinn. — Nei, ekki! sagði Toni — Pendleton verður fyrst dálitla stund inni hjá mér. — Má ég það? Hún kinkaði kolli. Líkanið af húsinu stóð á borð- inu, og hann fór að virða það fyrir sér. — Auðvitað, ef þér giftið yður, — ef þér eignist fleiri börn .... Toni horfði á hann, en hann leit ekki upp. — Ef þér gerið það, hélt hann á- fram hugsandi, — vil ég sem húsameistari, stinga upp á, að gestaherbergjunum hinum meg- in við brúna, verði breytt í barnaherbergi. Hann sneri sér hægt við og leit á hana. — Hvað finnst yður? — Ef til vill, svaraði hún lágt. — Ef .þér giftust manni, sem 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.