Heimilisritið - 01.07.1945, Page 14
Grip, liila auðuga eyjan, sem liggur lan^t úti jyrir Noregsströndum.
MINNSTI HREPPUR NOREGS
Á örlítilli, gróðurlausri eyju, langt úti í hafi, innan um
boða og grynningar, eiga 270 menn heima. í grein þessari,
sem er þýdd úr norska tímaritinu Fram, segir Asbjörn
Barlup frá för sinni til þessa litla en farsæla hrepps.
FYRIR löngu síðan, var uppi
maður nokur í Þrándheimi, að
nafni Johan Ernst Gunnerus.
Hann var biskup en hafði þó
áhuga á fleiru en kirkjumálum.
Einkum lét hann náttúruvísindi
til sín taka, og fyrir atbeina
hans var stofnað hið nafnkunna
vísindafélag í Þrándheimi.
Gunnerus biskup skrifaði rit-
gerð um sjódýr eitt, er hann
kallaði „Stour-Vagnen“ — sama
og hin grimma og gráðuga há-
hyrna. Gunnerus lýsti því, hve
mjög önnur sjódýr hræðist þenn-
an grimmdarsegg, og segir í því
tilefni m. a.: „Af slíkum orsök-
um hafa nýlega náðst tveir kóp-
ar, meira að segja í kirkjudyr-
unum á Grip, sem er fiskiver
úti í hafi í Norðmæris prófasts-
dæmi“.
Þetta minnir ef til vill full-
mikið á Múnchhausen gamla,
manni þætti jafnvel líklegast, að
einhver gamansamur sjómaður
hafi skemmt sér við að reyna
trúgirni hins hrekklausa bisk-
ups. En hafi maður komið þang-
að sjálfur, sér maður, að það er
vel hugsanlegt, að ungir og ó-
reyndir kópar, örvita af ótta við
erfðaóvin sinn, hafi leitað hæl-
is hjá kirkjunni, alveg eins og
mannfólkið á Grip hefur oft
gert.
12
HEIMILISRITIÐ