Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 33

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 33
GSngulaglð BER SKAPHÖFNINNI VITNI LENGI hafa menn reynt að ráða skapgerð manna og hæfi- leika, kosti og galla, með því að athuga ýms séreinkenni þeirra. Höfuðlag, andlitsfall, linur og form handarinnar og jafnvel rithönd manna hafa frá elstu tíð verið talin táknræn fyrir lundarfar þeirra og innræti. Á síðari árum tíðkast það hins vegar meira og meira að reynt sé að skyggnast inn í innstu sálarafkima náungans með því að athuga fas hans, göngulag og hvernig hann slítur skósólunum. Þetta er við nánari athugun mjög eðlilegt. Allir þekkja af eigi athugun, hversu sérkennilegt göngulag hvers og eins er. Venjulega þekkir mað- ur vini eða vandamenn á göngu- laginu í fjarlægð, löngu áður en maður greinir andlitsfallið. —■ Auðvitað stjórnast limaburður- inn af heilanum og taugakerf- inu, svo að ekkert er eðlilegra en að hann endurspegli eðli mannsins að meira eða minna leyti. Og í raun og veru er ekkert dularfullt við að nota göngulag manna og það, hvernig þeir slíta skósólunum, eins og nokkurs konar véfrétt, er lýsir hinum innra -manni. Við veitum því at- hygli, að áhugamaðurinn stíg- ur taktfastara og á allt annan hátt til jarðar en daufinginn, sem slangrar áfram, og að feimni og óframfærni maðurinn Menn, sem ganga meira á Innskeifir menn eru venju- Þei?, sem ganga hljóð- hælunum en á framsól- lega sparsamir, hjátrúar- lega á tánum, eru oft kænir unum, eru oftast opinská- fullir, fámálugir, þung- og varhugaverðir, en hjálp- ir, djarfir og ágengir. lyndir, fremur hæggerðir. samir og vanafastir. HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.