Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 35

Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 35
þó mikið sjálfstraust, eru stund- um jafnvel oflátungslegir og hafa gaman af að hlusta á sjálfa sig tala. Sumir hafa klaufalegt, frem- ur stirðbusalegt göngulag og eins og það sé ósamræmi í því. Venjulega hafa þeir, sem þann- ig ganga, nauma menntun og þekkingu á almennum um- gengnisvenjum. Reyndar eru þetta oft mjc^g viðkunnanlegir og hreinskilnir menn, vandaðir og frómir í hvívetna. Eins og kunnugt er sveifla margir handleggjunum áberandi nfikið þegar þeir eru á gangi. Þeir eru bersýnilega einbeittir og duglegir, en láta bera á sér á fremur óskynsamlegan hátt. Ef þeir hafa jafnframt léttilegt göngulag er mjög sennilegt að þeir séu hugsjónamenn miklir. Láti þeir hins vegar handlegg- ina lafa máttleysislega niður, bendir það til viljaskorts. Ef handleggirnir hanga tiltakan- lega máttlausir niður með síð- unum, gefur það tilefni til get- gátna um leti og sljóleika. Kikni þessir menn ennfrem- ur mjög í hnjáliðunum, er þeir ganga, gefur það í skyn að þeir séu áhyggjufullir og þunglynd- ir. Þeir eru uppburðarlitlir, hik- andi, .hafa lítið sjálfstraust, og séu þeir í þokkabót með höfuð- ið hangandi fram á við, eru þeir sjálfsagt einnig hræðslugjarnir, mjög óframfærnir og auðmjúk- ir, viljalitlir og sökkva sér nið- ur 1 gagnslausa hugaróra og drauma. Milli þessara manna og hinna alkunnu bölsýnismanna, er stutt bil. Þeir ganga venjulega hægt, slyttilega og tilbreytingarlaust, án þess að hreyfa handleggina, halda höndum jafnvel saman fyrir framan sig. Varkárir menn, sem bera litla virðingu fyrir erfðavenjum og eru venjulega fremur frumleg- ir í hugsun og áhyggjulitlir, — taka oft löng, ósamsvarandi löng skref, en sá smámunasami og tilgerðarlegi trítlar hins vegar og tekur alltof stutt skref. Hinn atorkusami gengur með jöfnum, ákveðnum skrefum, án þess að slíta hælunum sérlega mikið. Sá sem er einþykkur og þrár eyðir skósólunum mest utan- fótar, en hinn hverflyndi eyðir sólunum mest innanfótar. Sá ó- ánægði, sá ístöðulausi, sá hnuggni slítur sólunum mest á tánum. Það er ekki sama hvar fólk gengur. Taugaóstyrkt fólk geng- ur fast með veggnum, strýkst upp við búðarglugga og óhreink- ar ermarnar. Óttalaust, fram- gjarnt og óþolinmótt fólk geng- ur á gangstéttabrúninni. HEIMILISRITIÐ 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.