Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 37
Er ástln blind?
Smásaga eftir WILTON MATTEWS
ÁSTFANGINN? Var það mögu
legt? í fyrsta sinn á ævinni varð
Alec var við, að hann hafði sam-
vizku.
Það munaði minnstu, að hann
skellti upp úr. Ástfanginn! Hve
oft hafði hann orðið hrifinn af
konum síðustu tíu árin? Það
mundi hann ekki. En hann fann,
að ást hans á Christie var óeig-
ingjamari og æðri ást, en hann
hafði til þessa orðið var við. Já,
hann hafði margar konur kysst.
En Christie var ólík öllum öðr-
um.
Alec leit á hana. Hann hafði
verið að kyssa hana. Hún hélt
ennþá örmum um háls honum
og hafði augun aftur. Hún. var
sakleysisleg, indæl, ung og fög-
ur. Hann sagði:
„Elskan mín! Við getum ekki
staðið hér! Hvað heldurðu, að
um okkur verði sagt?“
„Mér er sama“, hvíslaði hún
án þess að opna augun.
Með hægð losaði hann sig úr
armlögum hennar og sagði: „Þú
verður að gæta þín. Eg er talinn
eyðileggja álit þeirra kvenna, er
ég kynnist“.
Hann hellti sherry í glösin.
Þau höfðu aðeins þekkzt um
þriggja vikna skeið. Alec fann
að Christie var of ung og of góð
handa honum.
Hún sagði: „Manstu ekki eftir
síðustu nótt?“
„Jú“, svaraði hann og rétti
henni glasið um leið.
Þau höfðu farið langt í bíln-
um hans kvöldið áður. Alec
hafði sofnað og Christie tekið
við stjórninni. „Manstu hvað
gerðist í fyrrinótt?“ spurði hún.
„Var það eitthvaá sérstakt?"'
„Já, þú baðst mín. Álíturðu
það svo lítilfjörlegt, að ekki sé
orðum í það eyðandi?“
Alec varð steinhissa.
„Ef ég hef beðið þín, þá er
því til að svara, að ég var full-
ur. Eg er þín ekki verður og^
hefði aldrei ódrukkinn leyft mér
slíka fjarstæðu“.
Christie skipti litum og sagði:
HEIMILISRITIÐ
35