Heimilisritið - 01.07.1945, Side 38

Heimilisritið - 01.07.1945, Side 38
„Alec, þú elskar mig, þú getur ekki borið á móti því“. Hann hafði ekki kjark til þess að horfa á hana. Hann sagði: „Eg skal keyra þig heim“. CHRISTINE Laudon hafði komið til New York fyrir 3 vik- um. Faðir hennar hafði litla íbúð á leigu í borginni, er hann hafði aðsetur í þegar hann þurfti að gista New York í verzlunarer- indum. Daginn eftir að samtal það, sem fyrr er frá skýrt, fór fram, kallaði faðir Christie Alec á sinn fund. Þeir hittust í klúbb John Loudons, en ekki á heimili hans. John Loudon kveikti í vindli á meðan þjónninn bar þeim kaffi og koníak. Alec reykti vindling. John mælti: „Dóttir mín er of ung, óreynd og áhrifagjörn. Eg hef leyft mér að leita upplýsinga um yður. Eg leigði spæjara í þessu augna- miði, og eftir þeim fréttum, sem ég hef af yður fengið, þá eruð þér ekki sá maður, sem ég sætti mig við að giftist Christie“. Alec svaraði: „Ég er alveg á sama máli og þér, hr. Loudon. Þetta sagði ég dóttur yðar í gærkvöldi. Vináttu okkar er þar með lokið“. „Nei“, svaraði Loudon. „Þér þekkið hana ekki“. Alec: Ég lofa því að leita ekki á hennar fund“. John: „Já, en ég vil að þið hittist. Það virðist ekki snerta yður sérlega, að Christie elskar yður“. Alec roðnaði. „Jú, ég er ekki sá óþokki að taka ekki tillit til þess“. John: „Jæja..Það er hægt að sjá hvort svo er. — Nú skal ég segja yður, hvað ég hefi um yð- ur heyrt. Þegar • þér komuð til New York, fyrir tíu árum, vor- uð þér ljósmyndasmiður, dug- legur í þeirri grein og höfðuð fengið verðlaun á ýmsum sýn- ingum. Þér höfðuð fasta stöðu, en skemmtuð yður mikið. Eftir föður yðar erfðuð þér upphæð, er nam tvö hundruð dollurum á mánuði. Þessir peningar fóru með yður í hundana. Þér hætt- uð að vinna, og létuð hverjum degi nægja sína þjáningu. Þetta veit ég að er satt“. Alec mælti: „Þér dragið ekkert undan“. „Það ætlaði ég ekki að gera. Og slíkum manni varð Cristie ástfangin af. Já, henni er allt þetta kunnugt. Þér hafið gert hana ástfangna af yður. En þér verðið að uppræta þá ást. Þér megið haga yður eins og yður þóknast. En einhverntíma kem- ur sú stund, er Christie fyrir- lítur yður. Og það er það sem 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.