Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 41
„Mér þykir þetta mjög leiðin-
legt“.
Hann sné.ri sér að manninum
■og hélt áfram: „Ég er tilbúinn“.
Þau gengu öll saman niður
stigann. Er út á götuna kom,
kvaddi hann Christie.
„Vertu sæll“, svaraði l hún
mjög hnuggin. Að svo mæltu
fór hún inn í bílinn og ók af
stað.
Alec sneri sér að manninum
og sagði: „Yður tókst velaðleika
hlutverkið, sem yður var falið.
Hvað á ég að borga?“
„Tíu dollara“.
„Hér eru fimmtán. Sælir“.
Næstu nótt dreymdi Alec
Christie. Þegar hann vaknaði
fór hún ekki úr huga hans. —
Hann gekk út og kom ekki heim
fyrr en síðari hluta dagsins. Þá
var honum sagt, að John Lou-
don hefði hringt til hans og
bæði hann að hringja til sín þeg-
ar hann kæmi heim. Alec bað
um samtal við hr. Loudon og
spurði:
„Hvað er að? Ég áleit að allt
væri komið í kring“.
„Verið ekki reiður, Alec, þér
hafið staðið yður vel. Og þessi
stefna var ágætt uppátæki. En
ég skil kvenfólkið ekki. Ástin
er blind, eins og máltækið seg-
ir. Christie kom heim og sagði
hvað gerst hefði. En hún ásakar
yður ekki, heldur konuna“.
Alec svaraði: „Ég vil helzt
ekki tala meira um þetta“.
„Ég þakka yður fyrir, hve vel
þér hafið komið fram í þessu
máli“, sagði John. „Ætti ég ekki
að útvega yður stöðu?“
„Nei, þakka yður fyrir, ég
kemst af án yðar hjálpar. Ég
hef í dag selt það, sem ég má
missa, og fest kaup á ljósmynda-
fyrirtæki. Á morgun byrja ég
starf mitt þar“.
„Jæja“, sagði Loudon.
„Halló“, kallaði Alec. Ég ætla
að staðfesta ráð mitt. Eftir ár
spyr ég ef til vill Cristie, hvort
hún elski mig“.
„Eftir ár?“ Loudon hló. „Nei,
góði maður. Ég hugsa að hún
vilji sjá yður strax“.
Loudon sagði við Cristie þeg-
ar samtalinu var lokið: Ég býst
við að Alec verði kominn hing-
að eftir kortér“.
Cristie faðmaði föður sinn að
sér og sagði:
„Okkur hefur tekist að breyta
Alec. Hann hefur rifið sig upp
úr aðgerðaleysinu og ákveðið
að verða nýr maður. Hugmynd
okkar var ágæt“.
„Já“j svaraði faðir hennar. —
„Ég veit, að þessi tími hefur
reynt á þig. En þú verður bara
að gæta þess, að segja Alec aldr-
ei frá þessu. — Nú er hann að
koma“.
ENDIR
HEIMILISRITIÐ
39