Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 43

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 43
1 BERLÍNARDAGBÓK j^^^MBLAÐAMANNSj Eftir WILLIAM L. SHIRER Þegar Þjóðverjar réðust inn í Niðurlönd. Berlín, 1. maí 1940. Fyrir tveim dögum fór ég nið- ur eftir Rín frá Basel til Frank- furt í fjórða eða fimmta skipti síðan styrjöldin hófst. Fyrstu tuttugu mílurnar frá Basel skil- ur áin lönd Frakka og Þjóðverja. Er þar farið um eins konar al- deyðu, því að meginvirki Þjóð- verja liggja handan við járn- brautarlínuna í Myrkviðarhlíð- um. Tveir meginherir standa þar öndverðir og fellur fljótið á- milli þeirra. Þó var allt kyrrt. Það var sunnudagur, og á leik- velli í þorpi einu léku sér þýzk börn, rétt fyrir augum franskra hermanna, sem voru á vakki handan árinnar. Þýzkir hermenn léku að gömlum fótbolta á auðri grasflöt, ekki meira en tvö hundruð metra frá fljótinu, þar sem frönsku herbúðirnar blöstu við. Lestir. brunuðu óáreittar eftir báðum fljótsbökkunum, sumar hlaðnar sams konar helj- artólum og þeim, sem fara nú eldi og blóði um Noreg. Ekki var hleypt af einu skoti. Engin ^lugvél sást á lofti. Hvers konar styrjöld er þetta, og hvaða leikur er hér leikinn? Hvers vegna varpa flugvélar sprengjum á samgönguleiðir á bak við víglínurnar í Noregi, eins og þær gerðu í Póllandi, en hér á vesturvígstöðvunum, þar sem tveir mestu herir heimsins horfast í augu, er algerlega hlífzt við manndrápum? Er bensín að þrjóta? í Berlín voru 300 leigubílar af 1600 tekn- ir úr umferð í dag, og 25% af einkabílum þeim og flutninga- bílum, sem enn hefur verið leyfður akstur, látnir hætta skyndilega. Það er augljóst, að Þjóðverjar hafa fullkomin yfirráð í lofti yf- ir Noregi, þar sem þeir hafa tök HEIMILISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.