Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 45
verja, hefur hann líklega tapað
styrjöldinni.
Þýzku blöðin ásaka Breta
hvert í kapp við annað í dag fyr-
ir bað, að þeir ætli að breiða
styrjöldina út, á Balkanskaga,
við Miðjarðarhaf eða á einhverj-
um öðrum stöðum, og skilst
mér, að þau eigi við Holland.
Berlín, 6. maí 1940.
Bernhard Rust, kennslumála-
ráðherra nazista, flutti útvarps-
ræðu í dag til skólabarna og
dró þar upp einkar ljósa mynd
af þýzku hugarfari á því herr-
ans ári 1940. „Guð skapaði heim-
inn til þess, að þar sé unnið og
barizt“, sagði hann. „Hver, sem
.ekki skilur lögmál lífsbaráttunn-
ar, verður talinn út, eins og sá,
sem undir verður í hnefaleik.
Allt hið eftirsóknarverða á þess-
ari jörð er sigurlaun. Hinir
sterku vinna þau. Hinir máttar-
minni glata þeim---------. Þýzka
þjóðin greip ekki til vopna und-
ir stjórn Hitlers til þess að ryðj-
ast inn í önnur lönd og neyða
aðrar þjóðir til að þjóna sér.
Ríki, sem vörðu þeim leiðina til
lífsgæða og einingar, knúðu þá
út í styrjöldina“.
Mér fer að skiljast, að hið
mikla vandamál Evrópuþjóða sé
hvorki kommúnismi né fasismi,
og þess vegna ekki þjóðfélags-
legs eðlis. Það er vandamál
Germanismans, hugarfarsins,,
sem Rust dró svo skýra mynd
af. Enginn friður fæst í Evrópu
fyrr en það er leyst.
Þýzkum skólatelpum var í dag
skipað að koma í skólann með
loshár, sem þær kemba af sér.
Það á að safna því í flóka.
Berlín, 7. maí 1940.
Þýzku blöðin hafa í marga
daga haldið uppi áköfum áróðri
til þess að reyna að sannfæra
menn um, að nú ætli Banda-
menn að hefja „árásir“ á ein-
hverjum öðrum stað í Evrópu,.
úr því þeim mistókst í Noregi,
Hvar ætla Þjóðverjar að ráð-
ast næst inn? Eg hef grun um
Holland, að nokkru leyti af því,.
að það er eina landið, sem aldrei
er minnzt á í þessum áróðri.
Berlín, 8. maí 1940.
Ekki gat það dulizt, að mikið
var á seyði í Wilhelmstrasse í
dag. Einhverjar ráðagerðir, en
enginn veit hverjar. Ralph Barn-
es, sem er nýkominn frá Amster-
dam, segir, að brautarþjónarnir
hafi dregið tjöld fyrir lestar-
gluggana meðan farnar voru
fyrstu tuttugu og fimm mílurnar
áleiðis frá þýzk-hollenzku landa-
mærunum til Berlínar. Eg heyri,
að Belgum og Hollendingum sé
órótt. Það er ekki óeðlilegt.
Eg fór í bíó í úthverfi borg-
HEIMILISRITIÐ
43: