Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 48

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 48
í fyrstu þýzku tilkynningun- um segir, að þeir hafi þegar brotizt yfir Maasfljótið og her- tekið Maastricht, og séu komn- ir inn í Belgíu gegnum Luxem- burg. í kvöld er þýzki herinn við Liége, sem varðist nokkra daga 1914, og þar vakti Ludendorff fyrst athygli á sér. Óbreyttir borgarar eru líka farnir að kenna á ófriðnum. Bandamenn tilkynna, að þýzkar flugvélar hafa drepið marga þeirra. Og í kvöld tilkynna Þjóð- verjar, að þrjár flugvélar Banda- manna hafi varpað sprengjum á Freiborg og drepið tuttugu og fjóra óbreytta borgara. Það gef- ur til kynna, hvernig þessi þátt- ur ófriðarins muni verða, að Þjóðverjar tilkynna í kvöld, að „héðan í frá muni sprengjuárás- um óvinanna á óbreytta borgara svarað með því, að fimmfalt fleiri þýzkar flugvélar varpa sprengjum á enskar og franskar borgir“. Hér er aðferð nazista eftirtektarverð. Staðhæfingin um sprengjuárásina er þáttur í taugastríði við óvinina. Og hót- unin um hefnd er til þess ætluð að auka þýzku fólki þrek til að þola sprengjuárásir, með því að fullvissa það um, að Frakkar og Bretar verði að þola fimm sinnum verra. Uppgefinn af útvarpi í allan dag og hef verk í hjartagrófinni. Berlín, 11. maí 1940. Þýzka herbáknið æðir áfram yfir Holland og Belgíu. Þjóðverj- ar segja í kvöld, að þeir hafi hertekið virkið Eben-Emael, en það telur yfirherstjórnin mikil- vægasta vígið við Liége, því þaðan má ráða yfir mótum Maasárinnar og Albertsskurðar- ins. Yfirherstjórnin, undir for- ustu Hitlers, sem sleppir engu áróðurstækifæri, gerir þetta dularfullt og segir, að virkið hafi verið tekið með nýrri árás- araðferð. — Er sagan farin að endurtaka sig? Þegar Liége þvældist fyrir Þjóðverjum í tólf daga árið 1914, hafði þýzki her- inn líka nýjung í fórum sínum, nýju 42 sentimetra fallbyssurn- ar, sem moluðu belgisku virkin í sundur, eins og þau væru syk- urhús. Einkennilegt, hvað fólkið er sinnulaust um þessa „úrslita- breytingu“ á styrjöldinni. Flest- ir Þjóðverjar, sem ég hef hitt, aðrir en starfsmenn stjórnarinn- ar, eru mjög hugsjúkir út af tíð- indunum. Og þó hef ég enga Þjóðverja hitt, sem í raun og veru viður- kenna afsökun Hitlers á því, að hann réðst á hlutlausar þjóðir, sem hann hafði heitið vernd og griðum, til þess að koma í veg fyrir sams konar athæfi, sem Bandamenn væru í þann veginn 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.