Heimilisritið - 01.07.1945, Page 59

Heimilisritið - 01.07.1945, Page 59
Dick yar alveg forviða. Hann leit undrandi til rauðröndótta tjaldsins, sem flaksaðist ofur- lítið til í storminum. Það var ljós inni í þvi og það sáust greinilega skuggar tveggja manna, sem þar voru inni. „Hvað getur Sir Harvey Gii- man verið að gera hér?“ „Hann ætlar að leigja Popes- hús í sumar — þú veist — í Gallowsgötu, skammt þaðan sem þú átt heima. Yfirlögreglu- þjóninn sagði mér frá þessu. Og ég stakk upp á að við bæðum hann um að látast vera for- lagaspámann til að byrja með og láta ekki uppskátt hver hann væri fyrr en seinna. Þetta féll í góðan jarðveg — og ég held meira að segja, að sá gamli hafi reglulega gaman af atvinn- unni!“ Price rétti Dick riffil og þeir fóru að skjóta til marks. DR. HUGH Middlesworth kom gangandi til þeirra með golfkylfuna á bakinu. Það var farið að rigna. Hugh hafði verið að leika golf, en hætt þegar tók að rigna. Hann var um fertugt og byrj- aður að fá skalla. Venjulega var hann strangur á svip, en í samræðum átti hann til við- felldið bros. „Ertu ekki á krokketkapp- leiknum?“ spurði hann undr- andi, þegar hann nálgaðist, og leit á Price. ,Nei“, svaraði Price, og tók ekki eftir því, hvað bæði spurn- ing og svar voru kjánalegar: „Eg var að segja Dick frá Sir Harvey Gilman“. En Dick hlustaði ekki á hvið þeim fór á milli. Athygli hans var bundin við annað. Það var eitthvað öðruvísi en það átti að vera inni í spátjaldinu. Hann fylgdist með hreyfing- um Lesleys og spámannsins inni í tjaldinu, með því að horfa á skugga þeirra, sem féllu á tjaldið frá ljósinu inni. Hann sá að Lesley spratt allt í einu á fætur. Spámaðurinn stóð einn- :>g og virtist benda á hana yfir borðið. Það var eitthvað á seyði. Allt í einu sá hann að Lesley sneri sér undan og hljóp út úr tjaldinu. Dick hljóp til hennar og gaf sér ekki tíma til að leggja frá sér riffilinn, heldur hélt á honum. „Lesley! Hvað er að? Hvað sagði hann þér?“ Henni var brugðið, en reynai að láta á engu bera. „Hann sagði ekkert sérstakt. Bara þetta venjulega, að mér myndi farnast vel, lítilsháttar veikindi, en ekkert alvarlegt“. „Af hverju brá þér þá svona’’11 HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.