Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 18

Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 18
um leið og hann bauð henni kurteislega stólinn sinn: „Telja þeim trú um, að ég þyrfti á þessu starfi að halda? Og að ég vildi vinna fyrir mjög lágt kaup, auk fæðis og húsnæðis?“ „Nei, að telja þeim trú um að þér séuð annar en þér eruð“, sagði hún ákveðin. „Ég hef ekki sagt þeim það enn, vegna þess að ég er yður þakklát fyrir við- gerðina á spjaldinu og eins fyrir ])að að þér skylduð' hlaupa undir bagga með þeim á meðan ég lá. En nú er mér batnað. Það er engin ástæða . . .“ „Ef þér ætlið að reka mig“, tók Alan vingjarnlega fram í fyrir henni, „finnst mér ég eiga skilið að fá að vita ástæðu. Og nú var það frændi yð'ar, sem réði mig, ber honum þá ekki að láta mig vita; ef hann hefur eitthvað að verkum mínum að finna?“ Honum þótti gaman að gera hana reiða, til þess eins að sjá augu hennar ljóma, þá var eins og þau geisluðu. „Eg skal gjarnan gefa yður ástæðu“, sagði hún. „Hvað á það að' þýða að fylla kollinn á Henry frænda af alls konar kjánahugmyndum og reyna að fá hann til að setja á stofn mat- stofu í samband við bensínsöl- una, og telja Bett frænku trú um, að svöngum bílstjórum myndu þykja kökurnar hennar 16 og bollurnar einskonar himna- brauð----------“. Hún þagnaði sem snöggvast til að ná andanum, og þá spurði Alan rólega: „Að hverju leyti er sú hug- mvnd kjánaleg? Það er enginn sæmilegur matstaður hér nálægt og það er hægur'vandi að byggja eitt herbergi við' húsið og búa það húsgögnum með ódýru móti“. „Og hvaðan eiga peningarnir að koma?“ spurði Virginia. „Og hver á svo eiginlega að stjórna þessu?“ „Það eigið' þér að gera. Það yrði yður miklu hentugri starfi en sá, sem þér höfðuð þegar ég kom. Eg skal annast bensínsöl- una, og frækna yð'ar getur séð um matreiðsluna. Síðar, þegar ferðamönnunum fjölgar, getur hún fengið sér aðstoðarstúlku. Viðvíkjandi þeningunum — ja, þá hefur okkur frænda þínum talast svo til, að við gerðum með okkur einskonar féíag, þannig, að ég legði fram pening- ana, gegn því að ég fengi at- vinnu“. „Einmitt“, sagð'i Virginia. „Og þér gátuð ekki borgað mér tíu dollara fyrir spjaldið mitt“. „Já, það veit ég vel“, sagði Al- an vingjarnlega. „En þegar mér býðst slíkt tækifæri sem þetta, er ég fús til að fórna einhverju. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.