Heimilisritið - 01.09.1949, Qupperneq 20

Heimilisritið - 01.09.1949, Qupperneq 20
þetta merka fyrirtæki, og Bett frænka var hin áhugasamasta. Virginia ein lét sig framkvæmdir þessar litlu skipta, en varð þó á stundum órótt innanbrjósts. Eitt sinn sagði hún blátt áfram við Alan: „Hvers vegna leggið þér svona hart að yður og hvers vegna eyðið þér peningunum yðar í þetta, úr því að þér ætlið' ekki að dvelja hér?“ Þau höfðu gengið sér til skemmtunar í kvöldblíðunni, og námu nú snöggvast staðar, áður en þau snéru heim aftur. Utlit Alans hafði breyzt síðustu vik- urnar. Hann var orðinn brúnn og hraustlegur af útivinnunni. Hann var rösklegur, og sá ó- styrkur, sem Virginia hafði tek- ið eftir í fari hans, var alveg horfinn. „Hvers vegna haldið þér, að ég ætli ekki að dvelja hér?“ spurð'i hann hægt. Hún yppti öxlum: „Eruð þér nokkurs staðar lengi um kyrrt? Þér áttuð heima uppi í sveit, og síðan fór- uð þér til borgarinnar. Eftir nokkra tíma tók yður að leið- ast þar . . .“ „Skeð getur að ég hafi ekki ráðið því sjálfur að ég .. . ég breytti um dvalarstað“, sagð'i Alan. „Ég hélt þér ætluðuð að segja „hljópst á brott“. Annars skiptir þetta engu máli — mín vegna“. „Gott“, sagði Alan. „Ég var farinn að óttast, að þér vilduð fá að heyra ævisögu mína“. Hann málaði „Matstofuna“ græna og hvíta. Hann notaði sömu liti inni. Kvöldið áður en þau opnuðu matsöluna athug- uð'u þau allt kostgæfilega. Bett frænka og Henry frændi voru fjarska h'rifin. Virginia geispaði. Alan var alveg að því kominn að sleppa sér. „Getið þér ekki orðið ögn hrifin?“ spurði hann. „Lízt yð- ur alls ekki á þetta?“ „Þetta er mjög svo snot- urt“, sagði Virginia kurteislega. „Grænu og hvítu svunturnar mínar eru líka mjög svo snotrar — bara að einhver fái að sjá þær“. „Ég veit sannarlega ekki hvað gengur að lienni Jinny“, sagði Bett frænka seinna við' Henry frænda. „Hún lætur sem hún fyrirlíti Alan, en hann hefur gert allt, sem á hans valdi hefur staðið, til að gera henni til geðs“. Henry frændi hló: „Þetta minnir mig á það, hvernig þú lézt fyrstu dagana sem ég bað þig að leyfa mér að fylgja þér heim frá Epworth League“. Þrátt fyrir svartsýni Virginiu 18 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.