Heimilisritið - 01.09.1949, Side 24

Heimilisritið - 01.09.1949, Side 24
Hvað sefurðu lengi? í' Þessctri smágrein, eftir Arthur D. Little, er skýrt frá niðurstöðum rannsókna, sem gerðar hafa verið á svefnþörf manna. SÓKRATES, Samuel John- son og Thomas Edison kölluðu svefn slæman ávana. Mörgum fleirum hefur fundizt einn þriðji af ævinni full mikið til að eyða í svo óarðbært verk. Mikið hefur verið ritað um, hversu mikils svefns „meðak1- barn eða fullorðin manneskja þarfnaðist, en allt er þetta út í hött, því að það er ekki til neitt, sem heitið geti „normal“-svefn- tími, fremur en „ormal“-hjart- sláttur, hæð eða líkamsþyngd, enda þótt sérhver einstaklingur eigi sinn ákjósanlegasta svefn- tíma til að halda sem beztri heilsu. Athuganir sýna, að flestir sofa sem næst átta stundir á sól- arhring. En svo eru ætið til þeir, sem hefur fundizt þetta óþarfa sóun á tíma og látið sér nægja styttri svefn. Því hefur lengi verið haldið fram, að fyrstu svefnstundirnar væru þær notadrýgstu. Flest heilbrigt fólk losar .svefninn all- an síðari hluta næturinnar, þó flestir geri sér enga grein fyrir því, og þessi hálf-vaka ágerist smátt og smátt, unz menn vakna alveg; en sumt fólk er talið sofa betur síðari hluta næturinnar. Sé gert ráð fyrir því, að svefn- inn sé því heilsusamlegri og nauðsynlegri því dýpri sem hann er, má gera ráð fyrir því, að svefninn fyrstu tvær stundirn- ar sé að tiltölu notadrýgri en næstu sex stundir. Ef þetta er rétt, myndi vera hagkvæmt að sofa í lotum. Sofa t. d. tvær stundir, fara síðan á fætur í nokkrar stnndir og sofa síðan aftur í tvær stundir. Með þessu móti myndi fjögra tíma svefn ef til vill jafngilda átta tíma svefni í einni lotu. Nokkr- ar tilraunir hafa verið' gerðar um slíkan lotusvefn, en ennþá hafa þær tilrannir ekki valdið n HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.