Heimilisritið - 01.09.1949, Page 32

Heimilisritið - 01.09.1949, Page 32
farið lendir þar, getur enginn greint jurtir né dýr, í slíkri óra- fjarlægð. Það sem því stjörnufræðing- arnir eru nú að reyna að komast að, er það, hvort lífsskilyrði séu fyrir hendi á Marz. Þeir leggja mikla alúð við að rannsaka end- urkastsgeislana, ekki einungis liina sjáanlegu t. d. hvítu, grænu og rauðu, heldur líka hina, þá ósýnilegu, nefnilega ultra- fjólubláu og infra-rauðu. Með því að bera geislana frá Marz saman við lofttegundir þær sem þekktar eru á jörðunni, er hægt að ganga úr skugga um, hvort loftslagið á Marz sé lífvænlegt eða ekki. Lífvænleg skilyrði eru þar vissulega nokkur fyrir hendi. Marz hefur t. d. gufu- hvolf — skýin sjást af og til vað- andi í því. Gufuhvolfið inni- heldur súrefni, kolsýru og fleiri efni, sem lífi, eins og því sem við þekkjum, eru óhjákvæmileg. En þar er á hinn bóginn laust við eitraðar lofttegundir eins og t. d. ammoníak, sem m. a. umlykur stærri og fjarlægari reikistjörn- urnar, Júpíter og Satúrnus. En líf, svipað því sem þekkist á jörðunni, myndi samt sem áð- ur eiga afar arfitt uppdráttar á Marz. Gufuhvolfið er þunnt og skortir lofttegundir, sem nauð- synlegar eru til að aðgreina hina ultrafjólubláu geisla sólarljóss- ins. Næturnar myndu þykja 'hræðilega kaldar. Dr. Gerard P. Kuiper, einn af fremstu stjörnufræðingum Bandaríkjanna, álítur að grænu beltin á Marz séu einskonar mosagróður, líkur ýmsum frum- stæðum gróðri á jörðimni, og að þesskonar líf gæti átt sér stað við þau skilyrði, sem talið er að séu ríkjandi á Marz. En hann álítur hinsvegar að lífsskilyrði séu alltof erfið fyrir þroskaðri jurtalíf, dýr og menn. Hugmyndin um „menn á Marz“ á rót sína að rekja til ítalska stjörnufræðingsins Gio- vinni Virginio Schiaparelli (1835—1910), sem gerði annars ýmsar merkilegar stjarnfræði- legar athuganir. Arið 1877 kvaðst hann hafa uppgötvað net beinna og reglulegra lína á yfir- borði Marz. Ameríski stjörnu- fræðingurinn Pereival Lowell (1855—1916) taldi þetta vera vel og skipulega gerða skurði, ætlaða til að veita. vatni frá skautunum og á ræktarsvæði byggðra bóla. M. ö. o. — sönn- un um mannaverk. Þessi tilgáta varð hugmynda- ríkum skáldsagnahöfundum og leiklistarfrömuðum, eins og t. d. H. G. Wells og Orson Welles, kærkomin til að byggja á hin furðulegustu ævintýri um her- leiðangur Marzbúa til jarðar- 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.