Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 34

Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 34
„NEI, Á SLÍKU og þvílíku kunna Englendingar betri tök en við“, mælti Hepplethwite ofursti. „Tökum sem dæmi skýrslur síðasta árs. Samkvæmt þeim voru á þjd ári framin níu- tíu morð í London. Varðandi sextíu og sex þeirra hafðist upp á hinum seka. Fjörutíu og þrír morðingjanna voru hengdir, tuttugu voru dæmdir til ævi- langrar hegningarvinnu og þrír reyndust vera geggjaðir og því ekki ábyrgir gerða sinna. Hvað sextán hinna morðanna snerti, var lögreglunni í rauninni fullvel kunnugt um, hver hinn seki var, en hins vegar hafði hún ekki nægar sannanir í höndum. Þann- ig urðu aðeins átta morð, sem hægt var að skipa í flokk full- komlega óupplýstra glæpa“. Peabody læknir gaf þjóni bendingu. „Fáið mér eitt kampa- vínsstaup. Ef bannsettur dallur- inn heldur áfram að velta svona, þá hef ég litla ánægju af þessum indæla hádegisverði . . . Já, kæri ofursti, þér hafið áreiðanlega rétt fyrir yður. En í London eru glæpir af þessu tagi hreinasti hé- gómi. Stórvirkari eru bófaflokk- arnir heima í Ameríku, án þess lögreglan fái við nokkuð ráðið“. Frakkinn Dubois tók nú til máls: „Bófapláguna í Ameríku má nánast telja til eins konar skæruhernaðar. Heima í mínu Hulinn glæpur Höfundur þessarar sérstæðu smásögu er WALTER DURANTY, hinn heimskunni og víðförli fréttaritari bandariska stórblaðsins New York Times landi er viss tegund morða miklu tíðust, nefnilega morð, sem spretta af afbrýðisemi. Og mér er óhætt að segja, að langflest þeirra skýrast að lokum“. 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.