Heimilisritið - 01.09.1949, Side 44

Heimilisritið - 01.09.1949, Side 44
fannst vera broddur af fyrirlitn- ingu í rödd hans, þegar hann sagði: „Þurfum við að verða eldri en sautján ára til þess að þora nið- ur í hvammana eftir að fer að dimma?“ Og mér fannst hann vilja bæta við: „Og þú ert þuml- ungi hærri en ég“. Nei, ég varð að fara, og enn þjóta í eyrum mér hróp hans. „Vertu fljótur, svo að ég þurfi ekki að fara sjálfur niður í hvammana“. Einhversstaðar úti í svartri nóttinni heyrði ég hvás vinda, sem komu og fóru, og ég nálg- aðist einstigið hægt og hægt. Stóra, þunga göngustafnum hans pabba, sem ég greip, þegar ég fór, hélt ég nú eins og barefli, tilbúinn að verja líf mitt fyrir hinum myrku öflum næturinn- ar. Eg vissi, að ég var búinn að vera lengi á leiðinni og vrði því að hraða mér, en ég gerði það ekki — gat það ekki . .. Að lokum var ég þó kominn að einstiginu. Ekkert hljóð rauf helkyri'ð næturinnar, nema nið- ur míns eigin blóðs, og tryllt slög hjartans, sem létu í eyrum mínum eins og kólfsláttur Líka- bangar, er hún hringir til graf- ar ... Eg byrjaði að þoka mér niður einstigið, lengra og lengra án þess að verða nokkurs var, og það fór að bjarma fyrir von um að allt væri lygi um þennan stað. Eg hélt lengra áfram, en skyndilega varð allt myrkt. Hin djöfullega vera myrkurs- ins stóð fyrir framan mig með myrku glotti. Líf mitt var runn- ið í sandinn, kertið brunnið nið- ur í stjakann. En þrátt fyrir það, í örvæntingu þess dauðadæmda, sló ég til vofunnar af öllu því afli, er skapast getur, þegar líf og dauði mætast. Ég sá ekki bet- ur, en að hún steyptist fram af bjarginu, um leið og ég sneri mér við og hljóp áleiðis heim. Enginn skal halda að draugur sé dreiúnn. Nei, hann lifir og mun halda áfram að lifa meðan myrkrið ríkir og ill sköp fá að magnast. Þú spyrð um, hvort ég viti um það með vissu, að liann haldi þarna enn til? Já, ég veit það, því að þetta. sama kvöld varð hann Bjössa bróður mínum að' bana, þarna í einstiginu. endir Það átti að selja mjólkina. Bóndinn: „Mundu nú eftir því, strákur, að láta vatnið fyrst í fötuna. Við verðum að geta svarið það með góðri samvizku, að við höfum ekki látið vatn í mjólkina". 42 HEÍMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.