Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 48

Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 48
Hún vill fá að tala við þig“. Buck gaut augunum á Bessie. Hún liafði hina fegurstu silkiskó á fótunum, og nú stappað'i hún gremjulega í gólíið. Síðan renndi hann augunum niður stigann, gyllt liandriðið fór vel við purp- urarauðu dreglana. Ja, reyndar! Milo sagði satt. Niðri í anddyr- inu stóð einhver, sem virtist geta verið „agalega lagleg stúlka“. En hún snéri baki við stiganum. „Hver er þetta, Milo? Hvað er henni á höndum?“ Já, það væri ekki afleitt að' geta svarað því, hugsaði Milo. Hann þekkti húsbónda sinn — vissi hversu vandstiltur hann var. Og hann var síhræddur um að sér yrði sagt upp stöðunni. „Það vildi hún ekki segja mér. Eg liugsa að það sé einkamál. Mér sýnizt helzt á henni, að hún sé að því komin að fara að skæla“. Nú, þetta var þá líklega ein- liver gömul kunningjakona hans. Buck hafði oft staðið augliti til auglitis við grátandi konu. Kon- ur grétu oft, leiðinlega oft. „Er þetta einhver, sem ég þekki?“ „Nei, ekki veit ég til þess“. Milo beið. Hann var vanur að hlýða húsbónda sínum í smáu sem stóru. Hann hafði alltaf gert það; síðan hann hjálpaði Buck að smygla áfengi — þeirra. t.ítna 46 minntist Milo með mikilli á- nægju. Það hafði nú verið' eitt- livað annað, en að liengslast hér og látast vera sakleysið sjálft. En hann hafði verið kyrr. Hann gat ekki án Bucks verið — og Buck ekki án hans, enda þótt Buck hefði sagt oftar en einu sinni við Bessie: „Eg má til með að láta verða af því að' losa mig við Milo“. Milo beið. En allt í einu var sem rynni upp fyrir honum Ijós. „Já, Buck, ég hef séð hana áð- ur — hér í stofunni. Meira að segja í kvöld — en líka áður“. STOFNUNIN! Buck naut þess orðs, og var þessa stundina jafn upp með sér og faðir af barni sínu. Smyglið hafði verið prýðilegt. Arðbært og skemmti- legt o. s. frv. En það hefði aldrei veitt honum þá aðstöðu í þjóð- félaginu, sem hann öðlaðist sem stjórnandi spilavítis. Iíér í þess- um vistarverum átti hann þessi kost að kynnast ýmsum þekkt- um mönnum. Og hver veit, nema þeir hefðu boðið honum heim, ef hann hefði ekki liaft Bessie á sínum snærum. Bessie, sem hann gat ekki losnað við! Hann hafði svo sem tekið eftir því, að ýmsar ungar stúlkur úr hópi heldra fólksins gáfu lionum hýrt auga. Að sjálfsögðu hafði hann goldið í sömu mynt. En engin þeirra HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.