Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 56

Heimilisritið - 01.09.1949, Síða 56
Jcril . . . Ég er með kaffi, Allison. Viltu ekki kaffisopa? Það er framorðið og margt hefur borið við hjá þér í kvöld“ „Nei, ég þakka fyrir. Segðu læknin- um, að mig taki þetta mjög sárt. Ef til vill get ég gert citthvað fyrir Molly, Látið mig vita, ef hann heldur það, Góða nótt, frú Wyatt". Eftir að þær höfðu tekjzt innilega hendur, gekk Allison hægt út og heinVl til sín. Nú ók Fergus til Locust Vally —<i og eftir stutta stund myndi hann taka á slagæð frá Anstey og hlusta mcðj hluttekningu á hana segja frá þeim ó' þægindum, sem því eru samfara að eig^) von á barni. En Allison, sem .átti ekki þægilega nótt í vændum, myndi alls ekkert hafa sofið, ef hana hefði grunað, að til væri ung stúlka, sem héti Marcia Lord, eða að Marcia, sem sat á rúmi hinnar fögru systur sinnar og sagði á þessari stundu: „Ég hjnkra við til að sjá þennanj unga, framúrskarandi lækni. Slíkir mennj eru sjaldgæfir. Ég hcf tekið þátt í sam- kvæmislífinu að undanförnu, án þesj, að fá sting í hjartað!" Hún horfði á skrautleg náttföt systur sinnar og bætttl við í kvörtunartón: „Og ég er orðiai nítján ára! Ef til vill hefur þessi stóri! læknir gott af að hitta einu sinni ung-i an kvenmann, sem ekki á von á bami“ Hún brosti stríðnislega. Marcia átti eftir að hafa mikil áhrif á líf Allison, sem lá nú í litla rúminu sínu, er 'hún hafði átt síðan hún var barn, og hugsaði um kosjinn, sem Ferg- us hafði kysst hana. „Ó, að þú öðlist allt, sem þú óskar þér“, umlaði hún syfjulega, ,,án þess þó, að það eyðileggi þig“. ÞAÐ FYRSTA, sem Fergus kom auga á, var granna stúlkan í vínrauða flaueliskjólnum. Síðan sneri hann sér að sjúklingnum. Skrautleg náttföt voru hætt að hafa áhrif á hann. Þó minntist hann þess, hve undrandi hann hafði verið, fyrst eftir að hann gerðist að- stoðarmaður Brittons læknis, yfir því, hve konur kappkosta að vera glæsilega klæddar í rúminu. Unga stúlkan í vínrauða kjólnum var að snúast kringum rúmið, þangað til frú Anstey sagði þreytulega: „Wyatt Iæknir, þetta er litla systir mín, Marcia Lord“. „Gott kvöld", sagði Marcia og opnaði nógu mikið munninn til þess, að hægt var að sjá tennur hennar, sem voru ekki sérlega reglulegar. „Gott kvöld! Annizt þér systur yð- ar?“ „Það þarf engin að annast hana“, sagði Marcia. „Nú skaltu fara niður og leika við litlu félagana þína“, sagði frú Anstey og það var vottur af skipunarhreim í rödd hennar. Marcia gekk hægt út úr stofunni, svo að Fergus hafði tækifæri til að at- huga hana með sínum athugulu augum. Hún var vel vaxin, en honum þótti hún heldur grönn. Það var yndisþokki í hreyfingum hennar. Hálsinn var mjög hvítur og fagur, en hárið dökkt. „Við erum í vandræðum með hana“, sagði Ljnda í áhyggjutón, þegar hurðin hafði lokazt á eftir henni. „Fjölskyldan ræður ekkert við hana“. 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.