Heimilisritið - 01.08.1951, Side 40

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 40
geíið henni á brúðkaupsdegi þeirra, leit hún í spegilinn. María Antonietta hei'ð'i ekki getað litið hryggilegar út, þegar hún var á leiðinni undir fállöxina. Jeff kom inn og leit á spegil- mynd hennar. „Þér mynduð vissulega verða hrífandi, frú Ainsley, éf þér gætum brosað“, sagði hann í spaugi. Hún gat ekki brosað. „Klukk- an er orðin margt. . . > Eigum við ekki að leggja á stað?“ var það eina sem hún gat sagt. SUSAN var að tala við móð'- ur Peggy, þegar Eddie kom og sló saman hælunum með drengjalegu monti og hneigði sig. „Má ég vera svo djarfur, lafði mín?“ sagði hann og deplaði framan í hana augunum. Susan langaði ekki til að dansa, en þó stóð hún á fætur. —- „Auðvit- að“, hugsaði hún, „það er ekki hægt að' neita honum“. Eftir dansinn fór Eddie með hana út á svalirnar. „Hvers vegna ertu reið út í mig?“ spurði hann allt í einu al- vörugefinn. „Eg er ekkert reið“. Hún fór undan í flæmingi. „Komdu“, sagði hann og tók undir handlegg hennar. „Við skidum koma þangað sem við getum talað saman í ró og næði . . .“ Hann fór með hana niður í litla lystihúsið í garðinum. „Ertu vanur að' hafa það á þennan hátt?“ sagði hún hæðn- islega. „Nei“, svaraði hann byrstur. „En nú ætla ég að segja þér nokkuð, kæra, litla dama, nú ætla ég ekki lengur að láta bjóða mér það, sem þú hefur boðið mér upp á síðkastið. . . . Nei, gríptu ekki fram í fyrir mér“, sagði hann rólega en ákveðið'. „Það sem ég ætla að tala við þig um er áríðandi. Eg þarf að fá samþykki pabba til þess að fara . . . en hann vill að þú gefir líka þitt samþykki". „Fara . . . ?“ stamaði hún ut- an við sig. „Já, ég hef látið skrifa mig í sjóherinn. Þá vantar mikið af mönnum í stríðið“. „Eddie!“ hrópaði Öusan hrygg, „þér er ekki alvara? Þú . . . þú ert ekki orðinn átján ára . . .“ „Ertu ekki hundrað sinnum búin að minna mig á það í seinni tíð, að ég sé orðinn fullorðinn og verði að haga mér samkvæmt því? Þú hefur heimtað af mér, að ég tæki mér eitthvað' alvar- legt fyrir hendur“. Susan varð máttlaus í hnján- um og varð að setjast. Eddie á förum . . . átti hún nú að þurfa að sjá af honum? En hún gat 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.