Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 24

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 24
léttilega fram í dyrnar. En fyrir utan dyrnar tóku þau að þyngj- ast, og mennirnir urðu að biðja um hjálp. Eftir því sem þeir komu lengra og lengra frá kirkj- unni, urðu fleiri og fleiri að hjálpa til að bera líkneskjurnar. Brátt gátu sex menn ekki vald- ið hvorri um sig. Þeir gáfust upp, sveittir og undrandi. Presturinn baðst fyrir. Allt í einu rétti hann sig upp, sneri andlitinu að kirkjunni, laut síð'- an niður og tók upp líkneskju frelsarans, sem hinir höfðu ekki getað borið margir, andartaki fyrr. Hann ákvað, að líkneskj- urnar skyldu aftur bornar inn í kirkjuna. Við hvert. skref til kirkjunnar urðu líkneskjurnar léttari. Þegar kom að dyrunum, gat sinn maðurinn borið hvort um sig. (Þessi atburður var staðfestur af prest- iuum og safnaðarnefndinni og var ræddur í mexikönskum tíniatitum). „í guðs nafni" VIÐ höfum öll orðið fyrir því að' koma á einhvern stað í fyrsta sinn og þykja samt sem við höf- um með nokkurum hætti komið þar áður, ef til vill í draumi. En fá okkar hafa orðið fyrír annarri eins reynslu og G. höfuðsmaður í brezka hernum, sem sá hið liðna og núverandi renna saman með þeim hætti, að hann getnr aldrei hætt að velta því fyrir sér — því hann veit, að hann getur ekki hafa dreymt það'. Ilöfuðsmaðurinn, sem komið hafði til Malta eftir stríðið, var á heimleið seint um kvöld frá dansleik í Sliema. Þegar hann fór framhjá afskekktum, tyrk- neskum kirkjugarði, þóttist hami sjá undarlegar verur á flökti milli leiðanna. Allt í einu stóðu tvær blæjubúnar konur fyrir framan hann á veginum. Þær báðu um f.vlgd hans til borgarinnar Valetta. Hann f.ylgdi þeim heim að húsi þeirra, sem sýndi sig að vera stórt og failegt. Þær buðu honum liressingu, og hann þáði •það og fylgdi þeim eftir gegnum stofur, sem voru vel búnar hús- gögnum, og inn í afar skraut- legt herbergi, þar sem letrað var á dyrnar: Bismillah, „í guðs nafni“. Eftir góðar veitingar og á- nægjulegar samræður í klukku- tíma, fór höfuðsmaðurinn burt. Við morgunverðinn saknaði hann sígarettuveskis síns, sem var úr silfri, og hann sendi þjón sinn til að grennslast eftir, hvort hann myndi hafa gleymt því í húsi tyrknesku kvennanna. Maðurinn kom- aftur og kvaðst ekki geti fundið húsið. Gramur yfir ódugnaði þjóns- ins fór höfuðsmaðurinn sjálfur í 22 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.