Heimilisritið - 01.08.1951, Side 24

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 24
léttilega fram í dyrnar. En fyrir utan dyrnar tóku þau að þyngj- ast, og mennirnir urðu að biðja um hjálp. Eftir því sem þeir komu lengra og lengra frá kirkj- unni, urðu fleiri og fleiri að hjálpa til að bera líkneskjurnar. Brátt gátu sex menn ekki vald- ið hvorri um sig. Þeir gáfust upp, sveittir og undrandi. Presturinn baðst fyrir. Allt í einu rétti hann sig upp, sneri andlitinu að kirkjunni, laut síð'- an niður og tók upp líkneskju frelsarans, sem hinir höfðu ekki getað borið margir, andartaki fyrr. Hann ákvað, að líkneskj- urnar skyldu aftur bornar inn í kirkjuna. Við hvert. skref til kirkjunnar urðu líkneskjurnar léttari. Þegar kom að dyrunum, gat sinn maðurinn borið hvort um sig. (Þessi atburður var staðfestur af prest- iuum og safnaðarnefndinni og var ræddur í mexikönskum tíniatitum). „í guðs nafni" VIÐ höfum öll orðið fyrir því að' koma á einhvern stað í fyrsta sinn og þykja samt sem við höf- um með nokkurum hætti komið þar áður, ef til vill í draumi. En fá okkar hafa orðið fyrír annarri eins reynslu og G. höfuðsmaður í brezka hernum, sem sá hið liðna og núverandi renna saman með þeim hætti, að hann getnr aldrei hætt að velta því fyrir sér — því hann veit, að hann getur ekki hafa dreymt það'. Ilöfuðsmaðurinn, sem komið hafði til Malta eftir stríðið, var á heimleið seint um kvöld frá dansleik í Sliema. Þegar hann fór framhjá afskekktum, tyrk- neskum kirkjugarði, þóttist hami sjá undarlegar verur á flökti milli leiðanna. Allt í einu stóðu tvær blæjubúnar konur fyrir framan hann á veginum. Þær báðu um f.vlgd hans til borgarinnar Valetta. Hann f.ylgdi þeim heim að húsi þeirra, sem sýndi sig að vera stórt og failegt. Þær buðu honum liressingu, og hann þáði •það og fylgdi þeim eftir gegnum stofur, sem voru vel búnar hús- gögnum, og inn í afar skraut- legt herbergi, þar sem letrað var á dyrnar: Bismillah, „í guðs nafni“. Eftir góðar veitingar og á- nægjulegar samræður í klukku- tíma, fór höfuðsmaðurinn burt. Við morgunverðinn saknaði hann sígarettuveskis síns, sem var úr silfri, og hann sendi þjón sinn til að grennslast eftir, hvort hann myndi hafa gleymt því í húsi tyrknesku kvennanna. Maðurinn kom- aftur og kvaðst ekki geti fundið húsið. Gramur yfir ódugnaði þjóns- ins fór höfuðsmaðurinn sjálfur í 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.