Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 15
drepa tímann. Hver átti svo sem að óhreinka gólfið? Hún var hér ein, og innanhúss var hún í fínu rauðu skónum, og þegar hún fór út, var hún 1 stórum, skít- ugum og voðalegum tréskóm. íris skildi fötuna og gólfkúst- inn eftir á miðju stofugólfinu og reigsaði út í eldhúsið, sem var tandurhreint og málað 1 hressilegum litum, með gler- skáp, kæliskáp, hentugar hillur hér og þar og allt hvað eina, sem Jens hafði hugkvæmzt að smíða. Með þvermóðskulegum munnsvip sveiflaði hún sér upp á eldhúsborðið. Hún gróf upp mjósleginn sígarettupakka úr sloppvasanum. Hún horfði ön- uglega ofan í hann. Tvær sígar- ettur eftir! Og nýjar birgðir kæmu ekki fyrr en eftir tvo daga. Hún yrði sem sagt líka að komast af án þess að reykja. íris andvarpaði og kveikti sér í sígarettu. Vekjarakukkan tifaði frekjulega í þögninni. Gegnum litla gluggann, með snotru gluggatjöldunum, gat hún séð alla fábreytnina. Dálítill reitur af plægðu landi, vantsósa engja- teigur, raðir af grænkáli (matur handa hænsnunum, ræksnunum þeim arna), lengst í burtu sorp- haugurinn umgirtur gaddavír. Og yfir honum sveimuðu máv- arnir gargandi allan daginn. Hressandi útsýn! Úr svefnher- berginu var útsýnin álíka fjörg- andi. Röð af aflimuðum öspum, holóttur vegur sem liðaðist út að þjóðveginum gegnum litla þyrpingu splúnkunýrra sumar- bústaða. Ó, þessir bjánalegu kaupstaðarbúar, svo gráðugir í að hafa mold undir skónum, að þeir fengu sér garða alla leið hér út frá. í sumar yrði nóg fjör, núna í vorbyrjun stóðu smáhúsin þarna tóm og með hlera fyrir gluggunum og juku við ömurleik landslagsins. Það var einkum einn sinnepsgulur skúr, sem hún átti erfitt með að þola. Á gafla hans var máluð glottandi gríma með tóm augu, sem gerði hana hrædda, þegar hún átti leið framhjá. íris sogaði reykinn önug ofan í sig. Jens var í Jótlandi við jarðarför frænda síns. Hann kæmi á morgun. Henni fannst hann hafa yerið burtu í þúsund ár í stað nokkurra daga. ... NÚ ÞAÐ var aftur farið að rigna. Hún kom auga á áætl- unarbílinn eins og bláan púnkt langt í burtu. Hann var á leið til borgarinnar. Á leið til mal- biks og sporvagna . .. til lífs og manna ... og hér þrammaði hún út í hænsnahúsið í stórum tréskóm, sem stóðu fastir svo að hún varð að rífa sig lausa. Hún leit við til hússins, Lítið fer- 13 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.