Heimilisritið - 01.08.1951, Page 15

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 15
drepa tímann. Hver átti svo sem að óhreinka gólfið? Hún var hér ein, og innanhúss var hún í fínu rauðu skónum, og þegar hún fór út, var hún 1 stórum, skít- ugum og voðalegum tréskóm. íris skildi fötuna og gólfkúst- inn eftir á miðju stofugólfinu og reigsaði út í eldhúsið, sem var tandurhreint og málað 1 hressilegum litum, með gler- skáp, kæliskáp, hentugar hillur hér og þar og allt hvað eina, sem Jens hafði hugkvæmzt að smíða. Með þvermóðskulegum munnsvip sveiflaði hún sér upp á eldhúsborðið. Hún gróf upp mjósleginn sígarettupakka úr sloppvasanum. Hún horfði ön- uglega ofan í hann. Tvær sígar- ettur eftir! Og nýjar birgðir kæmu ekki fyrr en eftir tvo daga. Hún yrði sem sagt líka að komast af án þess að reykja. íris andvarpaði og kveikti sér í sígarettu. Vekjarakukkan tifaði frekjulega í þögninni. Gegnum litla gluggann, með snotru gluggatjöldunum, gat hún séð alla fábreytnina. Dálítill reitur af plægðu landi, vantsósa engja- teigur, raðir af grænkáli (matur handa hænsnunum, ræksnunum þeim arna), lengst í burtu sorp- haugurinn umgirtur gaddavír. Og yfir honum sveimuðu máv- arnir gargandi allan daginn. Hressandi útsýn! Úr svefnher- berginu var útsýnin álíka fjörg- andi. Röð af aflimuðum öspum, holóttur vegur sem liðaðist út að þjóðveginum gegnum litla þyrpingu splúnkunýrra sumar- bústaða. Ó, þessir bjánalegu kaupstaðarbúar, svo gráðugir í að hafa mold undir skónum, að þeir fengu sér garða alla leið hér út frá. í sumar yrði nóg fjör, núna í vorbyrjun stóðu smáhúsin þarna tóm og með hlera fyrir gluggunum og juku við ömurleik landslagsins. Það var einkum einn sinnepsgulur skúr, sem hún átti erfitt með að þola. Á gafla hans var máluð glottandi gríma með tóm augu, sem gerði hana hrædda, þegar hún átti leið framhjá. íris sogaði reykinn önug ofan í sig. Jens var í Jótlandi við jarðarför frænda síns. Hann kæmi á morgun. Henni fannst hann hafa yerið burtu í þúsund ár í stað nokkurra daga. ... NÚ ÞAÐ var aftur farið að rigna. Hún kom auga á áætl- unarbílinn eins og bláan púnkt langt í burtu. Hann var á leið til borgarinnar. Á leið til mal- biks og sporvagna . .. til lífs og manna ... og hér þrammaði hún út í hænsnahúsið í stórum tréskóm, sem stóðu fastir svo að hún varð að rífa sig lausa. Hún leit við til hússins, Lítið fer- 13 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.