Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 20
bar hana á hÖndum sér. Jens var duglegur og ákveðinn og bezti maðurinn í heiminum! Allan seinni hluta dagsins naut hún öfundar vinkonu sinn- ar. Þær töluðu um félagana í verksmiðjunni. ,,Þú manst eftir Emu? Þessari rauðhærðu með ljóta litarháttinn. ... Hún er ólétt ... og á eitt fyrir ... það er víst stúlka, eins árs. Nú hefur maðurinn hennar fundið aðra. Hann fór þegjandi og hljóðalaust. Hún skrúfaði frá gasinu, en þeir komu og dældu upp úr henni nógu snemma. Helle fór á spítala eftir hóp- skoðunina í sumar. Berklar — mig var reyndar farið að gruna það. Þessi hósti, sem hún var alltaf með. ...“ Sígarettureykurinn leið um loftið, það var lávær tónlist í útvarpinu, frá Vívex ... en hvað ég lifi góðu lífi . .. ég er lukkunnar pamfíll ... þær tala um mig í verksmiðjunni ... ég ætla að bjóða þeim hingað í sumar ... í stórt boð. ... En svo fór Alice að tala um að fara heim. „Vertu hjá mér í nótt,“ sagði íris. „Gerir það nokkuð til? Þú getur símað frá kaupmanninum og sagt að þú komir ekki.“ „Þú ættir að vita, hvað mig langar til þess. Það væri dásam- legt, en ég get það ekki, íris. Ég verð að vera þar. Annars gera pabbi og Leó út af við hvorn annan. Það verður að vera eldingavari, og hann er því miður ég.“ íris fylgdi vinkonu sinni að áætlunarbílnum. Hún var á- nægð með stöðu sína í heim- inum. Þangað til áætlunarbíll- inn hvarf. Þá gekk hún heim á leið. Ein. Það rigndi í sífellu. Matsalan í sumarhúsaþorpinu var eyðileg og byrgð. Gríman glotti á sinnepsgula húsinu. Og mávamir. Aldrei gátu þeir hætt að garga. Nú fór hana að verkja í fingurinn. Og Alice hafði sagt, að það væri ekkert. En hvað vissi hún? Ekki var þetta henn- ar fingur. Hún lokaði sig inni. Og nú fannst henni hlýjan og öryggið, sem hafði fyllt húsið, meðan vinkona hennar var hjá henni, hafa seytlað út. Hér var veru- lega einmanalegt. Og hún átti að sofa ein ■.. og svo var þessi maður, sem seldi pappír og var grunsamlegur á svipinn. Og nú varð hún að fara og gefa hæn- unum. Hæna númer sautján myndi með ánægju höggva úr henni augun ... íris brauzt í gegnum leðjuna. Hún hratt hænsnahurðinni upp á gátt, og inni görguðu hænurnar hátt og gremjulega. ... ENDIK 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.