Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 20

Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 20
bar hana á hÖndum sér. Jens var duglegur og ákveðinn og bezti maðurinn í heiminum! Allan seinni hluta dagsins naut hún öfundar vinkonu sinn- ar. Þær töluðu um félagana í verksmiðjunni. ,,Þú manst eftir Emu? Þessari rauðhærðu með ljóta litarháttinn. ... Hún er ólétt ... og á eitt fyrir ... það er víst stúlka, eins árs. Nú hefur maðurinn hennar fundið aðra. Hann fór þegjandi og hljóðalaust. Hún skrúfaði frá gasinu, en þeir komu og dældu upp úr henni nógu snemma. Helle fór á spítala eftir hóp- skoðunina í sumar. Berklar — mig var reyndar farið að gruna það. Þessi hósti, sem hún var alltaf með. ...“ Sígarettureykurinn leið um loftið, það var lávær tónlist í útvarpinu, frá Vívex ... en hvað ég lifi góðu lífi . .. ég er lukkunnar pamfíll ... þær tala um mig í verksmiðjunni ... ég ætla að bjóða þeim hingað í sumar ... í stórt boð. ... En svo fór Alice að tala um að fara heim. „Vertu hjá mér í nótt,“ sagði íris. „Gerir það nokkuð til? Þú getur símað frá kaupmanninum og sagt að þú komir ekki.“ „Þú ættir að vita, hvað mig langar til þess. Það væri dásam- legt, en ég get það ekki, íris. Ég verð að vera þar. Annars gera pabbi og Leó út af við hvorn annan. Það verður að vera eldingavari, og hann er því miður ég.“ íris fylgdi vinkonu sinni að áætlunarbílnum. Hún var á- nægð með stöðu sína í heim- inum. Þangað til áætlunarbíll- inn hvarf. Þá gekk hún heim á leið. Ein. Það rigndi í sífellu. Matsalan í sumarhúsaþorpinu var eyðileg og byrgð. Gríman glotti á sinnepsgula húsinu. Og mávamir. Aldrei gátu þeir hætt að garga. Nú fór hana að verkja í fingurinn. Og Alice hafði sagt, að það væri ekkert. En hvað vissi hún? Ekki var þetta henn- ar fingur. Hún lokaði sig inni. Og nú fannst henni hlýjan og öryggið, sem hafði fyllt húsið, meðan vinkona hennar var hjá henni, hafa seytlað út. Hér var veru- lega einmanalegt. Og hún átti að sofa ein ■.. og svo var þessi maður, sem seldi pappír og var grunsamlegur á svipinn. Og nú varð hún að fara og gefa hæn- unum. Hæna númer sautján myndi með ánægju höggva úr henni augun ... íris brauzt í gegnum leðjuna. Hún hratt hænsnahurðinni upp á gátt, og inni görguðu hænurnar hátt og gremjulega. ... ENDIK 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.