Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 6
og alda, sem rís við klett og fellur ofan á hann þung og gleypandi?' Konan mín, Örbrá, segir vinnustúlkunni fyrir verkum, en annast matartilbúning sjálf. Og þegar við sitjum við mat- borðið, velur hún beztu bitana handa mér, gefur mér meiri mjólk en ég torga og starir á mig djúpum, hlýjum augum, og þau eru rauð og þrútin, en fela í sér alla þá ást og umhyggju, sem hægt er að vænta af konu, konu sem elskar. Svo læðist hún um húsið og sér um að allt sé hreint og þrifalegt. Hún sezt við krosssaum og saumar engla- myndir, sem hún hengir á veggi, lætur á stólsessur og set- ur upp í púða. Það eru myndir af englum — englum dauðans og eru svartir á hvítum grunni. Svo líða árstíðir. LOKS GENG ÉG dag nokkurn til herbergis okkar og tek sam- an fatnað minn og fleira nauð- synlegt og læt sem ég búist í ferðalag. Hún kemur og spyr hvert ég sé að fara. Og þegar ég segi henni að ég sé að fara heiman alfarinn eins og skóla- strákur, sem flýr með skipi til ókunnra landa, þá sé ég hana bregða skapi í fyrsta sinn síðan barnið dó. Hún verður æf og bölsótast. Augu hennar verða myrk af reiði og fölar kinnar hennar roðna. Hún læðist ekki lengur, heldur æðir um her- bergið og sveiflar handleggjun- um. Hún ásakar mig og heimtar að ég fari. Hún þekki mig núna, þekki mig! Hún hati mig ekki, heldur er ég hennar ekki verð- ur. Hún hafi treyst mér fyrir sér og afkvæmum sínum. Ég hafi brugðizt trausti hennar og hún fyrirlíti mig. Ég sé níðing- ur, níðingur, sem hverfi einn góðan veðurdag og síðan ekki meir. Út, út! hrópar hún og tryllist. Ég vil ekki hafa þig fyrir augum mínum stundinni lengur, Út, út, út! Og hún fleyg- ir sér að lokum í rúmið, yfir- komin af geðshræringu og reiði — ef til vill örvæntingu. Börnin okkar eru hvergi nærri, þegar ég fer — þegar ég læðist eins og þjófur um nótt frá heimili mínu og börnum. — Ég sé henni fyrir nægum peningum handa sér og börn- unum, hugsa ég með sjálfum mér og er ánægður, því ég er ríkur og hef efni á því að láta konu mína og börn búa annars staðar en ég er sjálfur. En hvað býr svo í huga mér? Hvað? Ekkert. Ekki snefill af neinu öðru en því að flýja grát, sem er að gera mér lífið óbærilegt. 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.