Heimilisritið - 01.08.1951, Page 6

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 6
og alda, sem rís við klett og fellur ofan á hann þung og gleypandi?' Konan mín, Örbrá, segir vinnustúlkunni fyrir verkum, en annast matartilbúning sjálf. Og þegar við sitjum við mat- borðið, velur hún beztu bitana handa mér, gefur mér meiri mjólk en ég torga og starir á mig djúpum, hlýjum augum, og þau eru rauð og þrútin, en fela í sér alla þá ást og umhyggju, sem hægt er að vænta af konu, konu sem elskar. Svo læðist hún um húsið og sér um að allt sé hreint og þrifalegt. Hún sezt við krosssaum og saumar engla- myndir, sem hún hengir á veggi, lætur á stólsessur og set- ur upp í púða. Það eru myndir af englum — englum dauðans og eru svartir á hvítum grunni. Svo líða árstíðir. LOKS GENG ÉG dag nokkurn til herbergis okkar og tek sam- an fatnað minn og fleira nauð- synlegt og læt sem ég búist í ferðalag. Hún kemur og spyr hvert ég sé að fara. Og þegar ég segi henni að ég sé að fara heiman alfarinn eins og skóla- strákur, sem flýr með skipi til ókunnra landa, þá sé ég hana bregða skapi í fyrsta sinn síðan barnið dó. Hún verður æf og bölsótast. Augu hennar verða myrk af reiði og fölar kinnar hennar roðna. Hún læðist ekki lengur, heldur æðir um her- bergið og sveiflar handleggjun- um. Hún ásakar mig og heimtar að ég fari. Hún þekki mig núna, þekki mig! Hún hati mig ekki, heldur er ég hennar ekki verð- ur. Hún hafi treyst mér fyrir sér og afkvæmum sínum. Ég hafi brugðizt trausti hennar og hún fyrirlíti mig. Ég sé níðing- ur, níðingur, sem hverfi einn góðan veðurdag og síðan ekki meir. Út, út! hrópar hún og tryllist. Ég vil ekki hafa þig fyrir augum mínum stundinni lengur, Út, út, út! Og hún fleyg- ir sér að lokum í rúmið, yfir- komin af geðshræringu og reiði — ef til vill örvæntingu. Börnin okkar eru hvergi nærri, þegar ég fer — þegar ég læðist eins og þjófur um nótt frá heimili mínu og börnum. — Ég sé henni fyrir nægum peningum handa sér og börn- unum, hugsa ég með sjálfum mér og er ánægður, því ég er ríkur og hef efni á því að láta konu mína og börn búa annars staðar en ég er sjálfur. En hvað býr svo í huga mér? Hvað? Ekkert. Ekki snefill af neinu öðru en því að flýja grát, sem er að gera mér lífið óbærilegt. 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.