Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 20
VIÐ - SEM LIFUM
Hún fór inn í
löngu uppljómuðu
járnbrautarlest-
ina, lítil kona með
stóran draum —
svo stóran, að hún
gat látið aðra
taka þátt í hon-
um.
*
HÚN steig upp í lestina hjá
einni þeirra ömurlegu storma-
borgum, er liggja við Dust Bowl.
Lítil, ólöguleg, veðurbitin kona,
sem gekk feimnislega á eftir
burðarkarlinum, er þrammaði
hratt áfram með úttroðnu
pappatöskuna hennar og geysi-
stóran böggul.
Þetta var skömmu eftir jól,
og nú voru ekki sérlega margir
farþegar með lestinni. Þeir voru
aðeins þrír, og þeir virtu hinn
nýja farþega fyrir sér með mis-
munandi mikilli eftirtekt.
Stúlkan með fallega andlitið
sendi aðkomukonunni kæruleys-
islegt augnaráð, um leið og hún
fletti blaði í bókinni sinni.
Roskni maðurinn með stranga
svipinn leit óþolinmóðlega á
hana, því þótt hann væri búinn
að ákveða að eiga ekki lengur
við sína fvrri starfsgrein, sáu
hans vönu læknisaugu strax, að
konan var ólétt og langt komin
og átti alls ekki að fara í lang-
ferðalag, þar sem fæðingin hlaut
að vera skammt undan. A
fremsta bekk sat kona með svip-
18
HEIMILISRITIÐ