Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 29
að gera það, sagði hún við sjálfa sig, annars verð ég að segja ó- kunnugum, hvað hefur komið fyrir mig, og það' get ég ekki. Hún gekk hægt að rúminu, beygði sig niður að opinni tösk- unni, og byrjaði að taka barna- fatnaðinn upp úr henni. En hvað hann var klaufalega saumaður. !Þar voru tvær litlar bleyjur og treyjur, búnar til úr gömlum ■nærkjól, og hálf tylft af slefu- speldum, sem voru allt of mjóar. Helena Tarleton ýtti töskunni burt og settist niður á rúmið. Hún tók litlu klunnalegu hlut- ina í hendurnar. Hún var búin að gleyma Lois Brown. Hún hugsaði til annarra skyrtna og slefuspeldna, sem voru eins fín- gerðar og köngulóarvefur, og mjúkar og fallegar. Hún slétti úr einni af hinum hörð’u skyrt- um með því að strjúka yfir hana með hendinni og hvíslaði: „Eg hafði ekki hugmynd um, að það gæti verið svona“. Lois Brown leit á hana, horfði á skrautlegan kjól hennar og skó og sagði hörkulega. „Þér vilduð ekki vita það“. Eg fyrirlít hana og hæði hana, af því að hún þekkir ekki til fá- tæktar, sagð'i Lois við sjálfa sig, en samt sem áður öfunda ég hana og óska jafnframt að ég væri sjálf eins og hún. ALLAN fyrri hluta dagsins og lengst af seinni hlutanum olli sársaukinn Mary óbærilegum kvölum. En þótt hún berðist við að ná andanum og augu hennar væru þrútin af sársauka, þá heyrðist ekki ein einasta stuna né andvarp frá þurrum, sprungn- um vörunum. Lois Brown gróf höfuð sitt í höndunum meðan fæðingarhríð- irnar stóðu yfir. Helena Tarle- ton sat teinrétt með galopin augu á baklausum stól. Skjálf- andi hendurnar lágu hjálpar- vana í skauti hennar. Það var einungis Peter Livingston, sem gat hjálpað Mary Wightman. Hann sat við hlið hennar og hélt í hendurnar á henni, þar til þessu var lokið. „Þetta fer nú að styttast“, sagði hann í huggunarrómi við hana, þegar ein af hríðunum hafði verið sérstaklega slæm. „En það verður erfitt fyrir yður, og ég hef ekkert, sem getur lin- að síðustu þjáningar yðar. Mary ýtti votum lokki frá enninu og leit róleg upp til lækn- isins. „Mér líður ágætlega“, sagði hún. „Hér er svo notalegt og hlýtt“. Hún hló hálf-vandræða- lega. „Eg get auðsýnilega bara talað um kulda. En ég held að það taki langan tíma, áður en maður getur losað huga sinn NÓVEMBER, 1951 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.