Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 28
lækni fyrst um sinn.
„Nú, en hvers vegna gerið þér
ekki neitt?“ spurði Lois höst í
rómi. „Flýtið yður að athuga,
hvort nokkur læknir er með lest-
inni, í stað þess að standa hér
og tala um það“.
Lestarþjónninn hvarf í mesta
flýti og kom að vörmu spori með
Peter Livingston. Læknirinn tók
úr upp úr vasa sinum, hallaði
sér yfir sjúklinginn og tók um
lífæð hennar. Læknirinn átti erf-
itt um andardrátt, fingur hans
voru ískaldir. Mögnuð hræð’slu-
tilfinning hafði gagntekið hann.
Hann gat ekki gert það — en
hann vissi, að hann varð að gera
það. Mary Wightman horfði ör-
væntingarfullum bænaraugum á
hann.
„Er það — það?"
„Eg er hræddur um það“,
svaraði Peter Livingston stutt.
Orvæntingarstuna heyrðist frá
samanherptum vörum Mary.
„Og — ég — mun — missa —
bamið — mitt?“
Orðin komu á stangli, stökk
og bitur, eins og glerbrot. Augu
hennar horfðu biðjandi og rann-
sakandi á hann, eins og hún vildi
lesa hugsanir hans og fá vitn-
eskju um örlög sín.
Örvæntingarfull bæn hennar
smaug í gegnum hann og hreyfði
við einhverju, sem hann hélt að
væri dautt. Hann rétti úr sér og
sagði með rödd-, sem hann gat
sjálfur varla þekkt.
„Það er ekkert að óttast“.
Mary hneig aftur niður á
svæflana. Ivrampakennd tauga-
æsingin hvarf, og sú trú, sem á-
vallt hefur haldið sérhverri konu
uppi á fæðingarstundinni, Ijóm-
aði út úr augum hennar.
Peter Livingston sneri sér við
og gaf stuttar og ákveðnar skip-
anir til hinna hálfringluðu
mannvera, sem stóðu úti við
dyrnar.
„Þér", sagði hann við þjón-
inn, „farið út og sækið einhvers-
konar vatnsílát. Sækið þið tösk-
una hennar og finnið föt úr
henni", sagði hann og sneri sér
að konunum tveinmr, sem hjúfr-
uðu sig óttaslegnar hvor upp við
aðra. „Og finnið líka einhver föt,
sem við getuð notað handa barn-
• ((
ínu .
LOIS Brown dró úttroðna
pappatöskuna fram undan sæt-
inu í klefa nr. 7, opnaði hana og
fann náttkjól í henni.
„Þér verðið heldur að finna
eitthvað, sem hægt er að nota
handa barninu. Eg hef sjálf ekki
hugmynd um, hvað á að nota“,
sagði Lois og gekk ofurlítið til
hliðar.
Helena Tarleton hélt með
skjálfandi fingrum í tjöldin, sem
voru dregin fyrir dyrnar. Eg verð
26
HEIMILISRITIÐ