Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 63
„Þvílíkur þorpan!“ sagði Joan. „Bet- ur að ég hefði drepið hann, þegar ég braut flöskuna á hausnum á honum.“ „Menn mínir urðu að láta undan síga, í bili, cn fylktu sér aftur, og nokkrir þeirra gátu borið mig í burtu,“ hélt Hilary áfram, „en ég er hræddur um, að það hafi komið hart niður á þeim. Hlustaðu, heyrirðu skotin og hrópin?“ Joan hlustaði og heyrði greinilega skothljóð. I sama bili kom einn hinna innfæddu þjótandi inn og blaðraði eitt- hvað við Hilary, sem tókst að brölta á fætur með herkjum. „Hjálpaðu mér út á svaljrnar Joan,“ skipaði hann. „Hann segir að menn okkar hafi misst kjarkinn og séu á ó- skipulegum flótta hingað. Ég verð að reyna að stöðva flóttann og koma skipulagi á þá aftur, annars er úti um okkur. Flýttu þér að hjálpa mér.“ Joan hlýddi athugasemdalaust og kallaði á Renu sér til aðstoðar. Þær hjálpuðu Hjlary út á svalirnar, en það- an sáu þær hópa af óttaslegnum mönn- um koma þjótandi í áttina til hússins, með óvini sína á hælum sér. „Sæktu rifflana og skammbyssurnar, fljótt!“ hrópaði Hilary og stundi. „Það er útlit fyrir að við þurfum að berjast upp á líf og dauða. Hjálpið þið mér niður á flötina. Verið getur að þeir herði upp hugann, þegar þeir sjá mig.“ Það verkaði undir eins uppörvandi á þá að sjá Hilary. Hann kallaði skipan- ir til þeirra með veikri röddu, á þeirra eigin máli, og afleiðingin varð sú, að þeir snerust aftur gegn óvinum sínum. Nú var barizt í návígi af mestu grimmd. Frumskógabúar létu undan síga í bili, en gerðu fljótlega áhlaup aftur. Joan fékk talið Hilary á að skýla sér bak við sandpokavirkið, og þar kraup hann á kné og notaði riffil sinn, þegar óvjnur kom í gott skotfæri. Joan fór að dæmi hans og notaði ýmist riffil eða skammbyssu. En frumskógabúarnir voru þrautsegir, og áhlaup þeirra voru í fullum gangi, þegar myrkrið skall á. „Við verðum að þrauka til síðustu stundar, Joan, en ég er hræddur um að það sé lítil von fyrir okkur,“ sagði hann, þegar þau drógu sig til baka inn í húsið. „Það gengur ört á skotfærin, og ég veit ekki hvað ég lafi lengi. Joan, elskan mín, lofaðu mér því að láta ekki taka þig lifandi, ef til þess kæmi. Geymdu kúlu handa þér sjálfri. Þú skilur?" Joan kinkaði kolli, náföl og beit á vörina. „Ég skal ekki láta taka mig lifandi, Hilary, og þeir skulu heldur ekki fá þig,“ sagði hún hugrökk. „Ef það versta skeður, deyjum við saman.“ Bardaginn stóð látlaust alla nóttina fyrir framan húsið, og öðru hverju hæfði kúia múrveggi þess. Hilary og Joan gátu lítið aðhafst, því ekkert sást í myrkrinu, og þau vissu ekkert hvern- ig bardaginn gekk. Undir dögun heyrðu þau, gegnum skotliríðina og hrópin og orgin úti, hljóð, scm fékk þau til að hrökkva við, Það var langt, leiðinlegt baul, sem end- urtók sig aftur og aftur. Svo skein ljós- rák gegnum myrkrið og smaug gegn- um smugurnar á sandpokavíggirðing- unni, sem var fyrir gluggunum. „Hvað er þetta?“ stundi Joan, ótta- slegin og tók utan unt Hilary. (NiSurl. næst) NÓVEMBER;- 1951 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.