Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 43
tjáði hann mér alveg uppnum-
ínn af hrifningu, „til minnis um
hina yndislegu daga- í Monte
Carlo. Veljið nú!“
Hann greip dýrlegt hálsmen,
bar það við háls minn og dró
mig að speglinum.
„Sjáið bara, hvernig það fer
á fallega, hvíta hálsinum yðar!
Hreint og beint dásamlegt!“ og
svo kyssti hann hönd mína aft-
ur. Nú fékk ég loksins málið aft-
ur og bar fram heilmörg mót-
mæli, sem ég átti, ef ég á að' vera
alveg hreinskilin, afar bágt með
að orða. Það var erfitt að af-
ueita nokkrum af þessum fallegu
.skartgripum, og ég væri ekki ó-
svikin kona, ef ég freistaðist ekki
til að láta undan! A hinn bóg-
Inn var ekki auðvelt fyrir sið-
legan kvenmann, að taka á móti
slíkum skartgripum — og þakka
kærlega fyrir — þó að mig lang-
aði sannarlega mest til þess.
„Mér þykir það leitt“, sagði
ég. „Þér vitið sennilega ekki, að
ég er gift. Eg get ekki tekið á
móti gjöfum frá ókunnugum
manni — og þar að auki. ...“
Eg þagði, en svipur minn hef-
ur sjálfsagt talað nógu skýrt,
því að hann skildi í öllu falli,
hvað ég átti við.
„Þér eruð hræddar við, að ég
muni heimta eitthvað í staðinn!“
sagði hann alvarlegur. „Það mun
ég ekki gera. ... Mér er nóg að
fá bara leyfi til að gefa yður
minningargjöf. Þá veit ég, að þér
munuð ætíð minnast mín og
þöglar ástar minnar! Og þó . . .“
hélt hann áfram dálítið hrað-
mæltari, „þér getið gefið mér
ofurlítið á móti ... bara smá-
muni! Mynd af yður, frú . . . hún
stendur þarna á borðinu ...
skrifið nafn yðar og dagsetning-
uná á þessu fyrsta og eina
stefnumóti okkar .. . !“
Eg horfði á hann, en það fólst
svo einlæg bæn í augnaráði
hans, að ég gat ekki andmælt!
Eg tók myndina úr rammanum
í flýti, og með sjálfblekungnum,
sem hann rétti mér, skrifaði ég
nafn mitt og dagsetninguna. ...
Eg mun aldrei gleyma hrifningu
hans, er hann stakk myndinni í
innri vasa sinn. Síðan snerti
hann hrúguna á borðinu ... og
valdi einmitt þetta demant-
skreytta gullveski ...
„Þér neitið þó ekki að taka
við því“, sagði hann í bænar-
rómi.
Eg stóð og handlék veskið í
sælu hugarástandi, en maldaði
stöðugt í móinn, þó að' það væri
ekki lengur af eins mikilli sann-
færingu. I sömu andrá opnaðist
hurðin og Albert kom inn. Hann
horfði undrandi á ókunna mann-
inn og alla skartgripina, sem lágu
dreifðir út um allt borðið. Ég
man ekki lengur hvaða ruglings-
NÓVEMBER, 1951
41