Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 54

Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 54
/---------------------------------------------------------------------------X úr sporunum: dreymandinn mun deyja ógiftur; en sé hann giftur: örðugleikar og bazl. Stundum spá hlaup í draumi því, að dreymand- inn mun brátt fara í langferð, er tckst ágætlega. HLAUPÁR. — Dreymi þig að hlaupár sé, þegar svo er ekki, muntu vera í þann veginn að taka óskynsamlega ákvörðun. Forðastu að gera nokk- uð fyrstu vikurnar, sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar, ekki sízt varðandi ástamál þín eða hjúskap. HLEKKUR. — Dreymi mann að hann sé hlekkjaður, boðar það honum erfiðleika. Ef þig. dreymir að þú sért að leysa einhvern úr hlekkjum, er það fyrir því að þú sigrast á aðsteðjandi vandræðum. HLIÐ. — Dreymi þig að þú farir í gegnum hlið, án þess að koma við hlið- stólpana eða annað, boðar það þér gott. Þótt ýmsar hömlur kunni að verða á leið þinni í lífinu, muntu hafa einhver ráð til að kippa öllu í lag. HLJÓÐFÆRALEIKUR. — Það er yfirlcitt fyrir góðu, að dreyma sig vera að leika á hljóðfæri eða heyra aðra gera það, nema á blásturshljóðfæri. HLJÓMLEIKAR. — Draumur um hljómleika boðar góða heilsu. Verði dreymandinn veikur mun honum batna fljótlega. Þegar mann dreym- ir, að hann sé á hljómleikum, má hann reikna með því að hann lendi brátt í alvarlegum deilum. HLYNUR. — Boðar langlífi. Að sitja undir hlyn í draumi er gæfumerki. Sjá mörg hlyntré er fyrir peningum. HNAKKUR. — Dreymi þig að þú söðlir hest, cða berir hnakk af einum stað á annan, er það fyrirboði þess að einhver muni reyna að fá þig til að inna einhver skyldustörf af hendi, sem honum ber að gera sjálf- um. Varastu að fara að orðum hans, því þá muntu hætta þér út á hálan ís. HNAPPUR. — Dreymi mann að hann týni hnappi, boðar það oft góða frétt. Að dreyma alla hnappa farna af fötum sínum er dreymandan- um fyrir hættulegum veikindum eða dauða. Yfirklæddir hnappar boða sorg. Ljósleitir hnappar tákna oft tilbreytingu og ánægjustundir. Slíta af sér hnapp: tap. Óásjálegir hnappar eru vcnjulega fyrir slæmu, en nýir og fagrir fyrir góðu. HNÉ. — Ef þig dreymir að þér sé eittlivað illt í hné, boðar það erfiðleika eða sorg. Ef um skurðsár er að ræða, muntu verða eirðarlaus og hysk- inn við störf þín. HNEFALEIKAR. — Að dreyma hnefaleika er ekki fyrir góðu; boðar fjár- hagsáhyggjur og skaða. HNEYGING. — Ef þig dreymir að þú hneygir þig fyrir einhverjum, skaltu gæta skapsmuna þinna. Gerðu ekki fljótfærnisskyssu, því að það get- ur kostað þig meira en þú heldur í fyrstu. (Frb. 1 næsta hefti). ^___________________________________________________________________________/ 52 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.