Heimilisritið - 01.11.1951, Page 54
/---------------------------------------------------------------------------X
úr sporunum: dreymandinn mun deyja ógiftur; en sé hann giftur:
örðugleikar og bazl. Stundum spá hlaup í draumi því, að dreymand-
inn mun brátt fara í langferð, er tckst ágætlega.
HLAUPÁR. — Dreymi þig að hlaupár sé, þegar svo er ekki, muntu vera
í þann veginn að taka óskynsamlega ákvörðun. Forðastu að gera nokk-
uð fyrstu vikurnar, sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar, ekki sízt
varðandi ástamál þín eða hjúskap.
HLEKKUR. — Dreymi mann að hann sé hlekkjaður, boðar það honum
erfiðleika. Ef þig. dreymir að þú sért að leysa einhvern úr hlekkjum,
er það fyrir því að þú sigrast á aðsteðjandi vandræðum.
HLIÐ. — Dreymi þig að þú farir í gegnum hlið, án þess að koma við hlið-
stólpana eða annað, boðar það þér gott. Þótt ýmsar hömlur kunni
að verða á leið þinni í lífinu, muntu hafa einhver ráð til að kippa
öllu í lag.
HLJÓÐFÆRALEIKUR. — Það er yfirlcitt fyrir góðu, að dreyma sig vera
að leika á hljóðfæri eða heyra aðra gera það, nema á blásturshljóðfæri.
HLJÓMLEIKAR. — Draumur um hljómleika boðar góða heilsu. Verði
dreymandinn veikur mun honum batna fljótlega. Þegar mann dreym-
ir, að hann sé á hljómleikum, má hann reikna með því að hann lendi
brátt í alvarlegum deilum.
HLYNUR. — Boðar langlífi. Að sitja undir hlyn í draumi er gæfumerki.
Sjá mörg hlyntré er fyrir peningum.
HNAKKUR. — Dreymi þig að þú söðlir hest, cða berir hnakk af einum
stað á annan, er það fyrirboði þess að einhver muni reyna að fá þig
til að inna einhver skyldustörf af hendi, sem honum ber að gera sjálf-
um. Varastu að fara að orðum hans, því þá muntu hætta þér út á
hálan ís.
HNAPPUR. — Dreymi mann að hann týni hnappi, boðar það oft góða
frétt. Að dreyma alla hnappa farna af fötum sínum er dreymandan-
um fyrir hættulegum veikindum eða dauða. Yfirklæddir hnappar boða
sorg. Ljósleitir hnappar tákna oft tilbreytingu og ánægjustundir. Slíta
af sér hnapp: tap. Óásjálegir hnappar eru vcnjulega fyrir slæmu, en
nýir og fagrir fyrir góðu.
HNÉ. — Ef þig dreymir að þér sé eittlivað illt í hné, boðar það erfiðleika
eða sorg. Ef um skurðsár er að ræða, muntu verða eirðarlaus og hysk-
inn við störf þín.
HNEFALEIKAR. — Að dreyma hnefaleika er ekki fyrir góðu; boðar fjár-
hagsáhyggjur og skaða.
HNEYGING. — Ef þig dreymir að þú hneygir þig fyrir einhverjum, skaltu
gæta skapsmuna þinna. Gerðu ekki fljótfærnisskyssu, því að það get-
ur kostað þig meira en þú heldur í fyrstu.
(Frb. 1 næsta hefti).
^___________________________________________________________________________/
52
HEIMILISRITIÐ