Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 11
‘
Hús leyndardómanna
Eindæma spennandi reyfari
eftir IOHN WILLARD
J
EFST á einmanalegri skógi-
vaxinni hæð, með útsýni yfir
Hudson-ána, stóð leyndardóms-
fullt höfðingjasetur, er sérvitur
miljónamæringur hafði látið
byggja. Sjálft umhverfið var
yndisfagurt. Húsið stóð á akur-
lendi, er minnti á skemmtigarð,
og granít-turnar þess gnæfðu í
hátignarlegri ró yfir umhverfið.
Það var kallað Clencliff Manor.
Enginn reykur steig upp frá
reykháfnum, og engin merki um
íbúa rauf hina kyrrlátu og kald-
ranalegu auðn, er yfir .því hvíldi.
Samt sem áður og þrátt fyrir hið
draugalega útlit staðarins og
orðróm þann, er spunnist hafði
um staðinn í einangrun hans,
hafði verið búið í húsinu síðustu
tuttugu árin, eða allt frá því er
hinn auðugi en óhamingjusami
eigandi þess lézt.
Glencliff Manor hafði verið
sumarsetur Cyrus Wests. Hann
aflaði sjálfur miljóna sinna, en
hann naut þeirra ekki. Hinir fá-
tæku og fégráðuðu ættingjar
hans sátu um hann eins og kött-
ur um kanarífugl. Framkoma
þeirra hafði næstum gert hann
brjálaðan. Tortryggnin eitraði
hug hans og líkama. Lyf Patter-
sons læknis höfðu einungis ill
áhrif á hann. Að síðustu varð
það eina ánægja hans — hin
brjálæðiskennda gleði — að hug-
leiða, hvernig hann ætlaði sér að
hindra og ónýta vonir hinna
flaðrandi blóðsuga, sem gerðu
sér vonir um að hagnast mest
við dauða hans. Við framkvæmd
ráðagerða þessara var samt ekki
vottur af brjálæði, hversu vit-
Þessi nýja framhaldssaga, sem byrjar hér, er fremur stutt og
gerist í skuggalegum steinkastala, þar sem margt hrollvekjandi
og óvænt gerist. Sagan er taUn ein af þeim beztu sem skrifaðar
hafa verið á sínu sviði. — Fylgist með frá byrjun. —
NÓVEMBER, 1951
9