Heimilisritið - 01.04.1955, Page 3

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 3
HEIMILISRITIÐ APRÍL 13. ÁRGANGUR 1955 — MAMMA! Mamma! Ragnar nam staðar og hlust- aði eftir þessu átakanlega hrópi, sem var þrungið örvæntingu og hræðslu — sársaukafullt bænar- óp um hjálp. Ekki virtist það verá í mikilli f jarlægð, og Ragn- ar híjóp í áttina til þess. Hann þurfti ekki langt að fara. Inni í húsasundi fann hann þriggja ára snáða, sem auðsjáanlega hafði ætlað að stytta sér leið með því að smjúga í gegnum rimlagirðinguna þar sem einn rimillinn hafði brotnað. En hafði ekki komið nema höfðinu í gegn og þá gripið hann hræðsla, svo að hann komst hvorki aftur á bak né áfram. Ragnar gekk til snáðans, ávarpaði hann þýðlega og losaði hann úr „gapastokkn- um“. — Hvað heitir þú, drengur minn? spurði Ragnar. Litli drengurinn horfði á Ragnar stórum, tárvotum aug- um. Hann var bæði feiminn og vandræðalegur. Að iokum svar- aði hann ósköp lágt: — Ólafur. — Jæja. Og hvar átt þú heima? — Þingbraut 25. Ragnar kipptist við — Þing- braut 25? hváði hann. — Já, sagði drengurinn, mamma er þar. En ég veit ekki hvert ég á að fara. Ragnar horfði tortryggnislega á litla snáðann. Honum hafði brugðið ónotalega, og hugsanirn- ar þutu um í höfði hans eins og eldflaugar. En hann varð að koma drengnum heim. Það var 1

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.