Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 4

Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 4
skylda hans, þó honum væri kvöl að því að koma nálægt húsinu Þingbraut 25. — Komdu þá, ljúfurinn, sagði hann og tók litlu barnshöndina, sem þreif ákaft í hönd hans á móti. Trúnaðartraust og ein- lægni barnsins vermdi hjarta hans og honum tókst að ná valdi yfir hugsunum sínum. — Ég skal fylgja þér heim til mömmu þinnar. Seinustu orðin sagði hann lágt og dapurlega. Þeir gengu af stað. Litli snáð- inn gerðist fljótt skrafhreyf- ur, en Ragnar anzaði honum út í hött, því hugur hans hafði leit- að á aðrar slóðir. Fyrir sex mánuðum hafði hann loksins komið heim aftur eftir sex ára flakk um flestar álfur heimsins. Hann hafði lengi þráð að snúa heim á leið, en þeg- ar hann fór í siglingarnar, strengdi hann þess heit, að koma ekki aftur heim fyrr en hann hefði aflað sér nokkurs fjár og frama. En gæfan var honum ekki hliðholl á fjármálasviðinu. Farmaður ber sjaldan mikið úr býtum, þegar að reikningslokum kemur. Oftast er það með litlum mismun að dálkarnir standast á. En loksins sigraði. heimþráin stoltið og framgirnina. Og þá ekki sízt þráin eftir henni — 2 stúlkunni, sem lofað hafði að bíða hans. En eftir því sem hann nálgaðist fósturjörðina tók efinn í vaxandi mæli að sækja á huga hans. Og þegar hann steig á land, vissi hann ekki, hvernig hann ætti að snúa sér í málinu. Að lokum tók hann það til bragðs, að laumast heim til stúlkunnar á Þingbraut 25 og vita, hvers hann yrði vísari. Þeg- ar hann gægðist inn um girðing- una, sá hann hana strax. Hún sat á bekk á garðflötinni, og skammt frá henni flatmagaði karlmaður, sem hann þekkti ekki, en á milli þeirra ærslaðist lítill strákur — sá sami og hann leiddi nú við hönd sér. Hann mundi það eins og það væri að gerast núna á þessari stundu, hvernig brjóst hans fylltist svíðandi afbrýði og trega. Fætumir neituðu að bera uppi líkamann og hann varð að styðja sig við girðinguna. Hann sá það síðast að hún beygði sig niður og greip litla drenginn í faðm sér. Þá fylltist hjarta hans gremju og óvild í garð þessa pattaralega stráks til mannsins, sem flatfnagaði við fætur henn- ar og til hennar sjálfrar. — Hún hafði þá ekki getað beðið hans. Allan daginn reikaði hann um göturnar eins og svefngengill og að lokum skjögraði hann inn HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.