Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 6

Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 6
En þátt fyrir það var hann svo 'öhamingjusamur þennan fagra desemberdag. Og ljósadýrðin og fólksmergðin jók aðeins á eymd hans. Allt þetta virtist hafa þann sameiginlega tilgang, að sýna honum hversu mikill einstæðing- ur hann væri í raun og veru. Og nú varð þetta blessað barn, sem hann leiddi sér við hönd, til þess að ýfa upp hin gömlu sár og vekja endurminningarnar um heimkomuna í sumar. En hann gat ekki lokað úti ylinn, sem streymdi frá litlu barnshöndinni beint til hjarta hans. — Og þetta var sonur hennar. Hugur hans flaug aftur til þess tíma, er þau tvö gengu hönd í hönd úti á víðavangi í leit að fögr- um blómum og sjaldgæfum stein- um. Einu sinni fann hann ákaf- lega sérkennilegan og fallegan stein. Hann var svartur á lit með ótal kristalskornum í yfirborð- inu, glerharður og á stærð við kríuegg. Þau nefndu hann „tryggðastein“ og hver, sem eignaðist hann, hlaut að halda tryggð við gefandann og minn- ast hans meðan steinninn glat- aðist ekki. — Hann gaf henni steininn, kvöldið, sem þau kvöddust. — Skyldi hún eiga hann ennþá? Ragnar var svo djúpt sokkinn í hugsanir sínar, að hann tók ekki eftir því, að þeir voru komnir að Þingbraut 25. Dreng- urinn togaði hann með sér heim stíginn að uppljómuðu húsinu. Um leið voru dyrnar opnaðar og hún — Elín — stóð í dyrun- um. Honum brá í brún, hafði aldrei ætlað sér að fylgja drengnum lengra en að hliðinu. Nú var of seint að snúa við. Hún stóð í dyrunum fáein augnablik og virti þá fyrir sér. Það var eins og hún hikaði. Loks kom hún í áttina til þéirra og hrópaði: — Nei, Öli, ert það þú? Við ætluðum einmitt að fara að leita að þér. Hvar hefurðu verið, barn? — Goða búðir, svaraði Óli. — Þetta góður maður, hjálpa Óla heim. Elín leit beint í augu hans, síðan rétti hún honum höndina og sagði. — Sæll, Ragnar. — Velkom- inn heim. — Sæl, Elín, sagði hann hás- um rómi. Hún beygði sig niður til að faðma drenginn að sér, og um leið sá Ragnar örlítinn dropa falla eins og dögg á rauðan frakka drengsins og velta síðan af öxl hans niður á hvítan snjóinn á gangstígnum. í sömu svifum birtist maður í 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.