Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 11
11. Segirðu „Ég ætla að fara að
fá mér nýjan bíl“, í staðinn
fyrir ,,við“ og ,,okkur“?
12. Tekurðu hana burt úr hópi
góðkunningja hennar með
orðum eins og: „Þú virðist
aldrei geta munað það, að ég
þurfi að fara snemma á fæt-
ur?“?
13. Spyrðu sem svo: „Því hafð-
irðu engan tíma — þú, sem
ekkert hefur að gera allan
daginn?“?
14. Kemurðu heim með „menn
af skrifstofunni" án nokkurs
fyrirvara?
15. Gerirðu athugasemdir eins og
þessar: ,,Ég gæti haldið þetta
hús eins vel og jafnvel bet-
ur fyrir helminginn af þeim
peningum, sem þú þarft til
þess“? — „Ef ég hagaði verzl-
unarmálum mínum eins lak-
lega og þú stjórnar þessu
húsi —“ — „Ef ég skýrði þetta
fyrir þér, myndirðu ekki
skilja hætishót11?
16. Gleymirðu afmælisdögum?
17. Eyðirðu löngum tíma í að
tala um: andlegt og líkam-
legt þol einkaritarans þíns?
— Þær, sem þú varst skotinn
í fyrir 3|öngu, eða skotnar
voru í þér? — Þá sorglegu
staðreynd, að eiginkonur
skilji ekki svo mikið sem
það, hvaða þýðingu ein
reykjapípa geti haft fyrir
eiginmann?
18. Ertu í varnaraðstöðu gagn-
vart tengdamóður þinni?
19. Segirðu við konuna þína, að
sparifötin hennar geri hana
óeðlilega feita, þegar þið er-
uð í þann veg að fara að
heimsækja kunningjana?
20. Hristirðu sígarettuösku nið-
ur á gólfteppið með þeirri
afsökun, að hún komi í veg
fyrir möl?
21. Gleymirðu að þurrka af
skónum áður en þú kemur
að utan?
22. Leggurðu blaut glös frá þér
á húsgögnin?
23. Krefstu linnulausrar umönn-
unar, þegar þú ert heimavið
með kvef?
24. Skilurðu eftir opnar bækur,
þegar þú hættir að lesa, og
rexar síðan út af því, að það
sé búið að rugla þig í því,
hvert þú hafir verið kom-
inn?
25. Skilurðu eftir opnar skúff-
ur?
26. Lýsirðu því yfir með hávaða,
ef þjónninn hefur skrifað
vitleysu á reikninginn?
27. Segirðu við hana, að nefið á
henni glansi, einmitt í því
að hún er að hrífa annan
mann með þægilegri fram-
komu sinni?
APRÍL, 1955
9