Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 26
í GÆR, þegar þau snæddu
kvöldverð, liafði hún opnað
töskuna og rétt honum lyklana.
— Hvaða lyklar eru þetta?
— Elskan, þekkirðu þá ekki
aftur? Þetta eru lvklarnir að
„Bellevue“, gamla húsinu sem á
að rífa.
— Já, það liefur staðið autt
lengi, sagði hann hugsi. — En
af hverju tókstu lyklana með frá
skrifstofunni?
Hann horfði á fallega andlitið
hennar og fíngerðu hendurnar
sem hvíldu á gljáfægðri borð-
plötunni. A baugfingri hægri
handar glitraði hringurinn sem
hann hafði gefið henni.
— Hvers vegna? endurtók
hann.
AUDRIE MANLEY-TUCKER
Skuggar
forlíðarinnar
— Af því þetta hús getur
kannske leyst fram úr vandamál-
uin þínum, Mike. Það getur ráð-
lagt þér betur en ég. Það er orð-
ið langt síðan þú hefur verið þar,
er það ekki? Farðu þangað á
morgun.
—- Ég hef allt of mikið að
gera á skrifstofunni.
— Ekki meir en duglegi einka-
ritarinn þinn fær annað, sagði
hún brosandi.
— Ég sakna þín áreiðanlega
þegar við erum gift, sagði hann.
— Ég sé þá miklu minna til þín
en núna þegar við vinnum sam-
au á skrifstofunni daglega.
— Það hefðirðu átt að hug-
leiða áður en þú baðst mín.
Rödd hennar var gáskafull, en
hún bætti við lágum rómi: —
„Þegar við erum gift“, Mike.
Ertu alveg viss um tilfinningar
þínar?
— Auðvitað. Þú verður að
treysta mér, Jane.
— Þú efast sjálfur, sagði hún
24
HEIMILISRITIÐ