Heimilisritið - 01.04.1955, Side 27
alvörugefin. Þess vegna verð’-
urðu að ganga úr skugga um til-
finningar þínar. Þú verður að
fara þangað aftur. Og ef þú sit-
ur við gluggann annað kvöld og
bíður eftir mér eins og þú ert
vanur, þá hef ég það til marks
um að allt er í lagi.
Hann stakk lyklunum í vas-
ann.-----Já, ég skal fara þang-
að, sagði hann.
Morguninn eftir var dimm-
við'ri og þokusúld. Hann iðrað-
ist eftir að hafa lofað Jane að
fara þangað. Það var aðeins
kvenfólk sem gat látið sér detta
í hug að hverfa aftur til fortíð-
arinnar, engum fullorðnum karl-
manni myndi detta slíkt í hug.
Samt fann hann til ákafrar löng-
unar til að sjá húsið aftur —
húsið' og Castledown-skóginn.
Það var í skóginum að hann
hafði séð hana í fyrsta sinni,
Lilly Morrison, sem fram að
þeim tíma hafði verið ein af
gráu skrifstofustúlkunum í fast-
eignasöhmni þar sem hann vann
sjálfur. Hann var aðeins tuttugu
ára og átti sér eina brennandi
ósk: að stofna sjálfur eigið fyrir-
tæki.
Hingað til hafði Lilly aðeins
verið óviðskiljanlegur hluti skrif-
stofunnar — þar til hann hitti
hana í skóginum við Castle-
down. Hann hafði komið henni
á óvart. Það var góðviðriskvöld
í júní og þar sem hún stóð þarna
í grænum bómullarkjól með ljóst
hárið' slegið um herðarnar, var
hún snögglega ekki lengur ung-
frú Morrison með blekklessur á
fingrunum, lieldur skógargvðja
með geislandi blá augu og feimn-
islegt bros.
Ást við fyrstu sýn? Ef til vill.
Hann hafði tekið af sér skóna
og vaðið út í til hennar. Sjálf
hélt hún á skónum sínum í hend-
inni — hlægilega hælaháum
skóm sem alltaf höfðu farið í
taugarnar á honum í skrifstof-
unni. Það var ekkert eðlilegra
en þau héldust í hendur og væðu
niður lækinn, og á eftir sátu þau
á lækjarbakkanum og töluðu
Síunan. Hún var nýkomin til
Castledown og var áfjáð í að
kanna landið, og hann bauðst til
að verða fylgdarmaður hennar.
Þau héldu þessu áfram þang-
að til langt var liðið á haust.
Lilly og Mike leiddust um skóg-
inn þegar gott var veð'ur og
hímdu í biðröðinni framan við
kvikmyndahúsið í Castledown
þegar rigndi. Og haustið varð að
vetri með löngum kvöldum, og
þá sátu þau við arininn og létu
sig dreyma um framtíðina.
— Bara pínulitla íbúð þar sem
ég get stoppað sokka og bakað'
APRÍL, 1955
15