Heimilisritið - 01.04.1955, Page 28

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 28
kökur handa þér og setið við ar- ininn á kvöldin og sagt þér frá hvaða iolk ég hitti í búðunum á daginn og hvað það segir. En ég get ekki búið til mat, Mike. Kannske brenna kökurnar hjá mér til að' byrja með. Gerir það nokkuð til? — Ekki vitund, elskan. Þetta hljómar eins og æfintýri, þegar þú segir það, en ég get ekki boð- ið þér upp á neitt ríkidæmi. Ég hef varla til hnífs og skeiðar. — Til hnífs og skeiðar? Hvað er það? Það er bara orðtak. — Það táknar að við' verðum að lifa á lofti og ást þegar við erum gift. — Og handfylli af draumum. það er meir en nóg, svaraði hún og ljómaði af tilhlökkun. Mike ók liægt fram hjá skóg- inum og áfram í átt til þorpsins. Eg hafði ekki einu sinni efni á að fara með henni í brúðkaups- ferð, hugsað'i hann biturt. Við vorum sárfátæk, en henni stóð á sama. Ég lofaði henni öllu fögru í framtíðinni, bifreið, dýr- indis kjólum, húsi. .. . Fögur lof- orð sem ég hafði hugsað mér að efna . . . Loks kom hann að gamla, hrörlega garðhliðinu heim að' „Be]levue“. Málningin var dott- in af veðruðum lnisveggjunmn, en húsið bar enn svip horfinnar tignar. Það hafði eitt sinn verið höfðingjasetur og orðið að hlíta sömu örlögum sem svo mörg önnur gömul hús, það hafði ver- ið leigt út handa fátækum fjöl- skyldum. Hann hikaði við franian við forstofudyrnar. Svo stakk hann lyklinum festulega í skrána, opnaði og gekk inn. Hann gekk rakleitt upp á efstu hæð og opn- aði dyr að þaklágri stofu. Utan við gluggann voru litlar svalir sem eitt sinn höfðu komið Lilly til að hrópa upp af fögnuði. — Hvílíkur munað'ur — hér úti getum við snætt morgunverð á sumrin, hrópaði hún og klapp- aði saman lófunum af gleði. — Elskan mín, þær eru ekki nógu stórar. — Jú, jú, við getum haft te- bakkann á hnjánum. Og líttu á útsýnið. Mér finnst við liafa verið sérstaklega heppin. — Heppin? Bíddu þangað til þú sérð eldhúsið. Það er lítið og dimmt eins og skápur. — Þú ert bölsýnismaður. Lilly hafði svipazt um í eldhúsinu. — Hér þarf bara að mála og setja upp hvít gluggatjöld með rauð- um deplum. Eg hef alltaf óskað' mér eldhúss með hvít- og rauð- doppóttum gluggatjöldum. Hann mundi þessar setningar eins og þær hefðu verið sagðar 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.