Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 36
gæti á heppilegan hátt byrjað
samtal. Áður fyrr var það nefni-
lega venjan, að stúlkur misstu
vasaklútinn sinn á hentugu
augnabliki, en nú á tímum urðu
mennimir að ganga beint til
verks, án þess að geta gert sér
vonir um nokkum forleik. Nú,
en — eins og á stóð, var stúlk-
an niðursokkin í bókina sína —
svo að . . .
En sú brúnhærða, sem lesið
hafði sömu blaðsíðuna fjórum
sinnum, tók að efast um, að
myndarlegi ungi maðurinn, sem
annað slagið var að stelast til að
gefa henni auga, hefði mál. Að
vísu gat það verið ágætt út af
fyrir sig að fyrirhitta, til til-
breytingar, einhvern sem ekki
bað strax um nafn manns og
heimilisfang, auk símanúmers,
en hins vegar þurfti hann ekki
að láta hlédrægnina ganga út í
öfga.
NÚ LITU þau bæði upp — al-
veg í sömu andrá — og augu
þeirra mættust., Stúlkan brosti
vingjarnlega. Brian brosti
klaufalega.
Meðan Brian var að leita eftir
orði, sagði hún:
— Dásamlegt veður, finnst yð-
ur ekki?
Ensk stúlka getur nefnilega
komið með athugasemd um
veðrið, án þess að það sé lagt
út sem ósæmileg framkoma við
ókunnugan karlmann
— Ah, já — skiljanlega —
hrífandi gott, flýtti Brian sér að
segja og fitlaði við bindið sitt
— Það var líka ágætt í gær. Al-
veg fyrirtak. — Maður getur
vissulega ekki óskað eftir því
betra.
— Ja, það var nú ekki laust
við að vera heldur heitt í gær,
vildi stúlkan sagt hafa.
— Já, ég skil hvað þér mein-
ið, svaraði Brian alúðlega. — All-
ur þessi hiti þreytir mann, finnst
yður ekki?
Eftir stundarfjórðungs töf við
veðurfræðilegar athugasemdir
og umræður, tóku þau að ræða
um hið fagra landslag við Sun-
water. Stúlkan sagðist hafa á-
kveðið að fara í ökuferð seinna
um daginn. Skemmtileg tilvilj-
un, fannst Brian, — því hann
hafði hugsað sér nákvæmlega
það sama. Kannske gætu þau
mælt sér mót? Það myndi óneit-
anlega vera skemmtilegra að
þau væru tvö saman, heldur en
láta sér leiðast sitt í hvoru lagi.
Fannst henni það ekki? Jú, það
fannst henni. Þau voru sam-
mála.
Einarðlegt samtal í vagninum
léiddi í ljós, að stúlkan hét Rose-
mary Rivers. Hún bjó í Sunwat-
34
HEIMILISRITIÐ