Heimilisritið - 01.04.1955, Page 42

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 42
falsaðri undirskrift kennarans, var sýnt pabba og mömmu, en hið rétta, með jafn frábærlega vel fölsuðu nafni föður hans, var afhent kennaranum. Það eru miklar líkur fyrir því, að þessar falsanir á yngri árum hafi leitt Jim út á þá glæpabraut sem hann átti eftir að ganga. Hefði þá komizt upp um hann, má vera, að hægt hefði verið að sýna honum fram á, að þessi leikur borgaði sig ekki fyrir hann, en það komst ekki upp um hann. Sömmu eftir að hann útskrif- aðist úr skóla, fékk hann vinnu hjá stórri heildverzlun. Hann vann þar í nokkrar vikur, en honum líkaði ekki vinnan. Og að því kom, að kvöld nokkurt, •eftir að hann háfði tapað í spil- um, falsaði hann nafn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins und- ir ávísun og fékk út á hana pen- inga í banka. Þetta var fyrsti stórþjófnaður hans, og til allrar ■óhamingju var hann ekki hand- samaður. Nú tók hann ákvörðun. Ef það var svona auðvelt að ná í pen- inga, hvers vegna skyldi maður þá vinna fyrir litlum launum. Það geta þeir heimsku gert; hann hafði fengið í vöggugjöf sérstaka hæfileika til þess að innvinna sér peninga. Hann tók síðan að leita sér að félagsskap við sitt hæfi. Og ekki leið á löngu þar til hann var byrjaður að vinna með glæpa- flokki. Það er ógerningur að gefa skrá yfir öll þau verk, sem Jim vann frá þeim degi, og vafamál að hann hafi sjálfur munað eftir þeim öllum. En til þess að gera langa sögu stutta, þá var hann búinn, að skömmum tíma liðn- um, að setja banka víðs vegar um landið á annan endann. Hann kom bankastjórum til að tárast löngu áður en mönnum var farið að dreyma um kreppu. Svo skeði það í Florida að vetrarlagi, að allur glæpaflokk- urinn, sem Jim var í, var hand- samaður, að Jim undanskildum. Þá var það sem Jim vann það verk, sem hann hlaut mesta frægð fyrir. Hann falsaði nafn dómarans undir dómskjal og frelsaði alla félaga sína úr fang- elsi á einu bretti. Um gervallt landið stóðu menn á öndinni af undrun og undirheimar glæpa- manna af einstakri hrifningu yfir þessu afreksverki Jims. Og Jim fékk viðurnefnið Rispa, konungur falsaranna, honum til óblandinnar áægju. Þegar hér var komið sögu skildi Jim ekki, að flestir stór- glæpamenn munu fyrr eða síðar 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.